Brasilíski miðjumaðurinn Kaka mun ganga í raðir AC Milan á nýjan leik. Kaka hélt frá Mílanó til Real Madrid fyrir fjórum árum.
Kaka skrifaði undir tveggja ára samning við Mílanóliðið. Þar var hann í uppáhaldi í sex ár, varð tvívegis landsmeistari og einu sinni Evrópumeistari.
Kaka náði aldrei að stimpla sig inn í liðið fyrir alvöru á fjórum árum hjá Madríd. Hann fór úr því að vera einn dáðasti leikmaður Evrópu í bekkjarsetumann í höfuðborg Spánar. Hann kom aðeins við sögu í 82 leikjum Real í deildinni á fjórum árum og missti sæti sitt í landsliði Brasilíu.
Kaka mun gangast undir læknisskoðun hjá Mílanó í dag áður en skrifað verður undir pappíra.
