Körfubolti

Jay-Z selur hlut sinn í Nets

Jay-Z ásamt Spike Lee.
Jay-Z ásamt Spike Lee.
Ástarævintýri rapparans Jay-Z og Brooklyn Nets er lokið. Rapparinn er þegar byrjaður að selja hlut sinn í félaginu og heimavelli félagsins, Barclays Center.

Jay-Z hefur stofnað umboðsmannafyrirtækið Roc Nation Sports og það fer ekki vel saman að vera umboðsmaður og að eiga hlut í félagi í NBA-deldinni.

Á mála hjá Jay-Z eru þegar komnir menn eins og Robinson Cano hjá Yankees, Victor Cruz hjá New York Giants og Kevin Durant leikmaður Oklahoma Thunder.

Jay-Z átti stóran þátt í Brooklyn-ævintýrinu en dregur sig nú er leik. Hann mun fá að lágmarki um 200 milljónir króna fyrir sinn hlut.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×