Vann alþjóðlega forritunarkeppni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2013 06:45 Kjartan Örn Styrkársson er 11 ára forritari Mynd/úr safni Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu forritunarkeppninni Kodu Cup Challenge í aldursflokknum 9-12 ára. Hann hlýtur að launum þrjú þúsund dali, eða 365 þúsund krónur, frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft. Í dag mun forseti Íslands afhenda Kjartani verðlaunin á sal í Melaskóla, þar sem Kjartan er nemandi í sjötta bekk, að viðstöddum öllum nemendum skólans. Yfirskrift keppninnar í ár var „Kraftur æskunnar, sála plánetunnar“ og voru verkefni keppninnar að skoða sambandið á milli fólks og vatns. Leikur Kjartans ber heitið Eyðum menguninni þar sem markmið spilarans er að útrýma illri verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból. „Mig langaði að koma því á framfæri hvað vatn er mikilvægur hluti lífs á jörðinni og að við verðum að gæta þess að menga ekki vatnsforðann okkar. Ég lenti líka í 1. sæti í forkeppninni á Íslandi og ég er virkilega hamingjusamur að hafa fengið fyrstu verðlaunin í alþjóðlegu keppninni í mínum aldursflokki. Ef maður er vinnusamur og vandar sig þá geta ótrúlegustu hlutir gerst,“ segir Kjartan Örn. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 ákvað Microsoft að setja á laggirnar ýmis verkefni sem stutt gætu við samfélagið í gegnum erfiðleikana. Eitt af því var YouthSpark verkefnið sem snýst um að styrkja ungt fólk með forritunarkennslu og forritunarkeppnum. Kodu Cup Challenge varð til upp úr þeirri vinnu og geta börn hvaðanæva að úr heiminum tekið þátt og spreytt sig á keppni í forritun. Kodu er forrit sem gerir börnum kleift að hanna sinn eigin leik fyrir PC-tölvur og Xbox-leikjatölvur í gegnum einfalt og myndrænt forritunarmál. Kodu kennir krökkum hvernig á að nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, leysa vandamál, segja sögur og forrita. Leikjavísir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu forritunarkeppninni Kodu Cup Challenge í aldursflokknum 9-12 ára. Hann hlýtur að launum þrjú þúsund dali, eða 365 þúsund krónur, frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft. Í dag mun forseti Íslands afhenda Kjartani verðlaunin á sal í Melaskóla, þar sem Kjartan er nemandi í sjötta bekk, að viðstöddum öllum nemendum skólans. Yfirskrift keppninnar í ár var „Kraftur æskunnar, sála plánetunnar“ og voru verkefni keppninnar að skoða sambandið á milli fólks og vatns. Leikur Kjartans ber heitið Eyðum menguninni þar sem markmið spilarans er að útrýma illri verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból. „Mig langaði að koma því á framfæri hvað vatn er mikilvægur hluti lífs á jörðinni og að við verðum að gæta þess að menga ekki vatnsforðann okkar. Ég lenti líka í 1. sæti í forkeppninni á Íslandi og ég er virkilega hamingjusamur að hafa fengið fyrstu verðlaunin í alþjóðlegu keppninni í mínum aldursflokki. Ef maður er vinnusamur og vandar sig þá geta ótrúlegustu hlutir gerst,“ segir Kjartan Örn. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 ákvað Microsoft að setja á laggirnar ýmis verkefni sem stutt gætu við samfélagið í gegnum erfiðleikana. Eitt af því var YouthSpark verkefnið sem snýst um að styrkja ungt fólk með forritunarkennslu og forritunarkeppnum. Kodu Cup Challenge varð til upp úr þeirri vinnu og geta börn hvaðanæva að úr heiminum tekið þátt og spreytt sig á keppni í forritun. Kodu er forrit sem gerir börnum kleift að hanna sinn eigin leik fyrir PC-tölvur og Xbox-leikjatölvur í gegnum einfalt og myndrænt forritunarmál. Kodu kennir krökkum hvernig á að nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, leysa vandamál, segja sögur og forrita.
Leikjavísir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira