„Ekki koma út úr skápnum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2013 15:00 Oliver Kahn. Nordicphotos/Getty Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í knattspyrnu, telur ekki ráðlegt fyrir samkynhneigða atvinnumenn í knattspyrnu að opinbera kynhneigð sína.Þjóðverjinn 44 ára segir í viðtali við miðilinn Gala að samkynhneigð hafi ekki fengið grænt ljós í þýsku deildinni. „Það hljómar kannski sorglega en ég myndi ráðleggja þeim frá því að koma út úr skápnum,“ segir Kahn. Hann segir að þó samkynhneigð sé ekki lengur stórmál í samfélaginu væri barnalegt að halda að hið sama gildi í atvinnumannaíþróttum. Leikmenn sem kæmu úr úr skápnum þyrftu að glíma við stuðningsmenn andstæðinganna sérhvern laugardag. „Andrúmsloftið er oft eldfimt. Það eru erjur sem geta fengið fólk til þess að gera slæma hluti. Svo þarf auðvitað að hugsa hvernig tíðindin færu ofan í styrktaraðila? Hvaða þýðingu hefur skrefið fyrir feril þinn? Staðan er flóknari en hún virðist í fyrstu.“ Innlegg Kahn kemur í kjölfarið á töluverðri umræðu í Þýskalandi um ástæður þess að enginn atvinnuknattspyrnumaður í landinu hafi opinberað samkynhneigð sína. Í júlí ráðlagði Knattspyrnusamband Þýskalands leikmönnum að stíga skrefið stóra en ekki fara hátt með ákvörðun sína. Var lagt til að bíða með það þar til í lok keppnistímabilsins. Angele Merkel, kanslari Þýskalands, lagði einnig í púkkið í september 2012 þegar hún sagði samkynhneigðum knattspyrnumönnum að þeir hefðu ekkert að óttast. Mario Gomez, framherji Fiorentina og þýska landsliðsins, hefur sagt að leikmenn hafi ekkert að óttast. Fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Bayern München, Philipp Lahm, hefur hins vegar ráðlagt þeim að gera það ekki enda gætu þeir orðið fyrir barðinu á eldheitum stuðningsmönnum andstæðinganna. Þýski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í knattspyrnu, telur ekki ráðlegt fyrir samkynhneigða atvinnumenn í knattspyrnu að opinbera kynhneigð sína.Þjóðverjinn 44 ára segir í viðtali við miðilinn Gala að samkynhneigð hafi ekki fengið grænt ljós í þýsku deildinni. „Það hljómar kannski sorglega en ég myndi ráðleggja þeim frá því að koma út úr skápnum,“ segir Kahn. Hann segir að þó samkynhneigð sé ekki lengur stórmál í samfélaginu væri barnalegt að halda að hið sama gildi í atvinnumannaíþróttum. Leikmenn sem kæmu úr úr skápnum þyrftu að glíma við stuðningsmenn andstæðinganna sérhvern laugardag. „Andrúmsloftið er oft eldfimt. Það eru erjur sem geta fengið fólk til þess að gera slæma hluti. Svo þarf auðvitað að hugsa hvernig tíðindin færu ofan í styrktaraðila? Hvaða þýðingu hefur skrefið fyrir feril þinn? Staðan er flóknari en hún virðist í fyrstu.“ Innlegg Kahn kemur í kjölfarið á töluverðri umræðu í Þýskalandi um ástæður þess að enginn atvinnuknattspyrnumaður í landinu hafi opinberað samkynhneigð sína. Í júlí ráðlagði Knattspyrnusamband Þýskalands leikmönnum að stíga skrefið stóra en ekki fara hátt með ákvörðun sína. Var lagt til að bíða með það þar til í lok keppnistímabilsins. Angele Merkel, kanslari Þýskalands, lagði einnig í púkkið í september 2012 þegar hún sagði samkynhneigðum knattspyrnumönnum að þeir hefðu ekkert að óttast. Mario Gomez, framherji Fiorentina og þýska landsliðsins, hefur sagt að leikmenn hafi ekkert að óttast. Fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Bayern München, Philipp Lahm, hefur hins vegar ráðlagt þeim að gera það ekki enda gætu þeir orðið fyrir barðinu á eldheitum stuðningsmönnum andstæðinganna.
Þýski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira