Körfubolti

Crawford: Pétur Guðmunds öskraði aldrei á okkur

Hinn líflegi og umdeildi NBA-dómari, Joey Crawford, er á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Kolbeinn Tumi Daðason ræddi við Crawford eftir blaðamannafund í dag og fóru þeir um víðan völl.

"Ég veit ekki hvort fjör er rétta orðið um dómgæslu. Þetta er vinna og skemmtileg þegar leiknum er lokið og allir eru ánægðir. Í leiknum sjálfum er ekkert gaman enda menn bara að vinna," sagði Crawford.

"Maður reynir alltaf að standa sig vel þrátt fyrir að vera undir smásjá. Þessir krakkar í deildinni eru frábærir. Stundum er erfitt í vinnunni og það er pressa en út á það gengur NBA-deildin."

Crawford hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum.

"Það sem stendur upp úr er fyrsti leikurinn í úrslitum deildarinnar. Þá er maður kominn á toppinn. Það var árið 1986. Þá segir maður við sjálfan sig að maður hafi staðið sig vel og sé góður í því sem maður er að gera. Það er mikið afrek að komast svona langt."

Crawford hefur dæmt hjá Pétri Guðmundssyni.

"Hann er frábær gaur. Fékk aldrei tæknivillu og öskraði aldrei á dómarann. Þannig metum við leikmenn. Okkur er sama um tölfræðina. Pétur var frábær leikmaður, annars hefði hann aldrei komist í NBA-deildina."

Spjall Tuma við Crawford má sjá í heild sinni hér að ofan. Áhugasamir geta hitt Crawford á opnum fundi í Laugardalshöll klukkan 13. Nánari upplýsingar hér.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×