Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Boði Logason skrifar 26. september 2013 17:18 Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. Hjödís Svan hefur átt í miklum deilum við barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra og var búin að fara huldu höfði í fimm vikur áður en hún kom til Íslands með þær. Barnsfaðir hennar hefur biðlað til íslenskra stjórnvalda að handataka Hjördísi, þar sem danskur dómstóll hafi nýlega dæmt honum full forræði yfir börnunum. Í blaðinu lýsir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins, hvernig hún ásamt föður Hjördísar og öðrum manni sem hefur lagt málefnum hennar lið á síðustu árum, hafi farið til Danmerkur á nítján manna einkaþotu til að sækja Hjördísi og dætur hennar þrjár. Einkaþotan lenti í 20 stiga hita í litlu sjávarþorpi í Danmörku. „Eftir hálftíma stopp í landi er vélin tilbúin til brottfarar og farþegar þurfa að innrita sig. Það er þetta augnablik sem allt veltur á og það er ekkert plan B," skrifar Þóra. „Okkur er vísað í tollskoðun. Við vitum ekki hvort málið sé úr sögunni. Tollskoðunin tekur heila eilífð, í einhverjum bakpoka eru vatnsflöskur og allur farangurinn er settur aftur í gegnumlýsingu. Einhver er með belti sem pípir í hliðinu. Fleiri tollverðir koma til okkar og vilja vita hver eigi poka með flísatöng. Þeir leita meira. Taugaveiklunin magnast meðal farþeganna. Aftur þarf að setja tösku í gegnum tækið. Loks er öllum vísað inn í fríhöfnina. Enginn bað um vegabréf. Það er ekki laust við að Hjördís andi léttar," skrifar hún. Því næst fór vélin á loft og hélt til Íslands, þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Hjördís fer nú huldu höfði hér á landi með dætur sínar og í samtali við Nýtt líf segist hún vilja útskýra fyrir Íslendingum afhverju hún fór þá leið að taka börnin og flýja með þau til Íslands.Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júlí í fyrra og hér fyrir neðan má sjá frétt TV2 frá því fyrr í vikunni þar sem rætt er við barnsföðurinn. Hjördís Svan Tengdar fréttir „Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. Hjödís Svan hefur átt í miklum deilum við barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra og var búin að fara huldu höfði í fimm vikur áður en hún kom til Íslands með þær. Barnsfaðir hennar hefur biðlað til íslenskra stjórnvalda að handataka Hjördísi, þar sem danskur dómstóll hafi nýlega dæmt honum full forræði yfir börnunum. Í blaðinu lýsir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins, hvernig hún ásamt föður Hjördísar og öðrum manni sem hefur lagt málefnum hennar lið á síðustu árum, hafi farið til Danmerkur á nítján manna einkaþotu til að sækja Hjördísi og dætur hennar þrjár. Einkaþotan lenti í 20 stiga hita í litlu sjávarþorpi í Danmörku. „Eftir hálftíma stopp í landi er vélin tilbúin til brottfarar og farþegar þurfa að innrita sig. Það er þetta augnablik sem allt veltur á og það er ekkert plan B," skrifar Þóra. „Okkur er vísað í tollskoðun. Við vitum ekki hvort málið sé úr sögunni. Tollskoðunin tekur heila eilífð, í einhverjum bakpoka eru vatnsflöskur og allur farangurinn er settur aftur í gegnumlýsingu. Einhver er með belti sem pípir í hliðinu. Fleiri tollverðir koma til okkar og vilja vita hver eigi poka með flísatöng. Þeir leita meira. Taugaveiklunin magnast meðal farþeganna. Aftur þarf að setja tösku í gegnum tækið. Loks er öllum vísað inn í fríhöfnina. Enginn bað um vegabréf. Það er ekki laust við að Hjördís andi léttar," skrifar hún. Því næst fór vélin á loft og hélt til Íslands, þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Hjördís fer nú huldu höfði hér á landi með dætur sínar og í samtali við Nýtt líf segist hún vilja útskýra fyrir Íslendingum afhverju hún fór þá leið að taka börnin og flýja með þau til Íslands.Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júlí í fyrra og hér fyrir neðan má sjá frétt TV2 frá því fyrr í vikunni þar sem rætt er við barnsföðurinn.
Hjördís Svan Tengdar fréttir „Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
„Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18
"Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30