Það rekur hver harmleikurinn annan á amerískum íþróttavöllum. Dauðsföll hafa verið tíð og um daginn framdi maður sjálfsmorð á hafnaboltaleik.
Annað dauðsfall varð á hafnaboltaleik í gær. Þá var stuðningsmaður LA Dodgers stunginn til bana eftir leik liðsins gegn San Francisco Giants.
Giants vann leikinn, 6-4, og eftir leik sló í brýnu á milli stuðningsmanna liðanna fyrir utan leikvanginn. Einn var stunginn og lést hann af sárum sínum.
Þetta atvik átti sér stað í fyrsta leik af þremur þar sem Giants safnar peningum fyrir stuðningsmann liðsins sem var laminn illa eftir leik árið 2011.
Stunginn til bana eftir hafnaboltaleik

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn




Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti



Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn