Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir kollegum sínum frá Austurríki í tveimur æfingaleikjum í Linz í byrjun nóvember. Frá þessu er greint á Mbl.is.
Íslenska liðið verður í æfingabúðum samhliða leikjunum þar sem undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið í Danmörku fer fram. Austurríska landsliðið verður einnig á meðal þátttökuþjóða í Danmörku í janúar.
Einn af kostunum við að æfa í Linz er sá að stór hluti landsliðsmanna Íslands spilar í Þýskalandi. Þaðan er stutt að fara til bæjarins í Norður-Austurríki.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er einnig landsliðsþjálfari Austurríkis. Hans menn munu koma til Íslands og æfa í apríl á næsta ári.
Strákarnir okkar mæta lærisveinum Patreks
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
