Íslenska kvennalandsliðið æfði í kvöld fyrir opnum dyrum og fengu íslenskir blaðamenn að fylgjast með hluta af æfingum liðsins sem er nú í sínu fyrsta verkefni undir stjórn Freys Alexanderssonar.
Íslenska liðið er að undirbúa sig fyrir leik á móti Sviss á Laugardalsvellinum á fimmtudagskvöldið en það er fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM 2005.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á æfinguna í dag og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan.
Það var afslappað andrúmsloft á æfingunni og Freyr sjálfur var hrókur alls fagnaðar þegar hann sinnti fréttaþyrstum blaðamönnum með bros á vör.

