Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍBV 22-35 | Akureyringum slátrað á heimavelli 5. október 2013 12:43 Mynd/Daníel Eyjamenn tóku Akureyringa í kennslustund í handbolta norðan heiða í dag og unnu þrettán marka sigur í leiðinni. Það var búist við hörkuleik fyrir norðan í dag þegar heimamenn tóku á móti ÍBV en raunin varð allt önnur. Heimamenn hreinlega mættu ekki til leiks og eftirleikurinn reyndist nokkuð auðveldur fyrir gestina úr Eyjum sem gengu á lagið og sigruðu örugglega á endanum með þrettán mörkum, 22-35. Strax í upphafi leiks varð ljóst hvoru liðinu langaði meira í sigurinn, gestirnir mættu grimmir til leiks og eftir tíu mínútur var staðan orðin 1-5. Heimamenn náðu þá smá spretti og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar en nær komust þeir ekki. Gestirnir settu aftur í gír og þegar fyrri hálfleikurinn var við það að klárast kom Magnús Stefánsson ÍBV í 9-18 og það með vinstri. Seinni hálfleikurinn var í raun ekkert annað en formsatriði, eina spennan var í raun fólgin í því hversu stór sigurinn yrði á endanum. Afleit frammistaða hjá heimamönnum í alla staði en Jovan Kukobat var líklegast þeirra eini leikmaður sem var nálægt því að standa undir væntingum. Tólf leikmenn gestanna komust á blað í leiknum. Theodór Sveinbjörnsson og Róbert Aron Horstert skoruðu flest mörk eða sex. Hjá Akureyringum skoraði Bjarni Fritzson sex mörk. Eyjamenn hafa unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Akureyringar hafa unnið einn af þremur. Gunnar Magnússon: 24 marka sveifla milli leikja„Við áttum auðvitað von á hörkuleik enda alltaf erfitt að koma hingað norður,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV eftir leik. „Við vorum bara frábærir í dag. Vörnin góð, markvarslan einnig og sóknin öguð. Virkilega ánægður með strákana í dag. Það stigu allir upp í dag, allir gerðu sitt. Þegar það gerist þá erum við bara helvíti góðir.“ Það er töluvert um sveiflur í leik ÍBV það sem af er tímabils. „Já, þú sérð það að núna er 24 marka sveifla milli leikja frá heimavelli og yfir á erfiðan útivöll fyrir norðan. Núna þurfum við að ná Eyjamönnum niður á jörðina, þeir eiga það til að fara of hátt upp eftir sigra. Núna er það okkar verkefni að ná mönnum niður á jörðina aftur og undirbúa leikinn gegn FH.“ Er stefnan sett á toppbaráttu? „Við ætluðum að komast í gegnum þessa byrjun og erum komnir með fjögur stig og þau eru ekki tekin af okkur. Við erum ánægðir með þessa byrjun en við tökum þetta bara leik fyrir leik. Ef við ætlum að vera með í toppbaráttu þá þurfum við að geta strítt liðum eins og FH og Haukum, við sjáum hvernig þetta fer í næsta leik.“ Heimir Örn Árnason: Algjör aftakaHeimir Örn Árnason„Þetta var bara algjör aftaka,“ sagði Heimir þungur á brún strax eftir leik. „Ég held að það sé erfitt að finna eitthvað gott til að taka úr þessum leik. Við komumst varla í vörn síðasta korterið í fyrri hálfleiknum. Við vorum með einhverja 18 tapaða bolta sem er allavega tíu of mikið.“ Var þetta bara einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp? „Já en það er sama. Menn verða að líta í eigin barm núna og læra af þessu, við viljum ekki mæta svona til leiks eins og aumingjar aftur. Þessi heimavöllur á bara að vera vígi. Ég veit ekki hvort að leiktíminn hafi farið svona agalega í menn en þeir eiga nú að vera reynslumeiri en það í þessum bolta. Næsti leikur er HK úti og ef menn ætla að spila svona þá fer það ekki vel. Mjög erfiður útivöllur þar sem þeir náðu jafntefli á móti FH. Þeir hafa þannig séð engu að tapa og mæta því alltaf dýrvitlausir. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Eyjamenn tóku Akureyringa í kennslustund í handbolta norðan heiða í dag og unnu þrettán marka sigur í leiðinni. Það var búist við hörkuleik fyrir norðan í dag þegar heimamenn tóku á móti ÍBV en raunin varð allt önnur. Heimamenn hreinlega mættu ekki til leiks og eftirleikurinn reyndist nokkuð auðveldur fyrir gestina úr Eyjum sem gengu á lagið og sigruðu örugglega á endanum með þrettán mörkum, 22-35. Strax í upphafi leiks varð ljóst hvoru liðinu langaði meira í sigurinn, gestirnir mættu grimmir til leiks og eftir tíu mínútur var staðan orðin 1-5. Heimamenn náðu þá smá spretti og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar en nær komust þeir ekki. Gestirnir settu aftur í gír og þegar fyrri hálfleikurinn var við það að klárast kom Magnús Stefánsson ÍBV í 9-18 og það með vinstri. Seinni hálfleikurinn var í raun ekkert annað en formsatriði, eina spennan var í raun fólgin í því hversu stór sigurinn yrði á endanum. Afleit frammistaða hjá heimamönnum í alla staði en Jovan Kukobat var líklegast þeirra eini leikmaður sem var nálægt því að standa undir væntingum. Tólf leikmenn gestanna komust á blað í leiknum. Theodór Sveinbjörnsson og Róbert Aron Horstert skoruðu flest mörk eða sex. Hjá Akureyringum skoraði Bjarni Fritzson sex mörk. Eyjamenn hafa unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Akureyringar hafa unnið einn af þremur. Gunnar Magnússon: 24 marka sveifla milli leikja„Við áttum auðvitað von á hörkuleik enda alltaf erfitt að koma hingað norður,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV eftir leik. „Við vorum bara frábærir í dag. Vörnin góð, markvarslan einnig og sóknin öguð. Virkilega ánægður með strákana í dag. Það stigu allir upp í dag, allir gerðu sitt. Þegar það gerist þá erum við bara helvíti góðir.“ Það er töluvert um sveiflur í leik ÍBV það sem af er tímabils. „Já, þú sérð það að núna er 24 marka sveifla milli leikja frá heimavelli og yfir á erfiðan útivöll fyrir norðan. Núna þurfum við að ná Eyjamönnum niður á jörðina, þeir eiga það til að fara of hátt upp eftir sigra. Núna er það okkar verkefni að ná mönnum niður á jörðina aftur og undirbúa leikinn gegn FH.“ Er stefnan sett á toppbaráttu? „Við ætluðum að komast í gegnum þessa byrjun og erum komnir með fjögur stig og þau eru ekki tekin af okkur. Við erum ánægðir með þessa byrjun en við tökum þetta bara leik fyrir leik. Ef við ætlum að vera með í toppbaráttu þá þurfum við að geta strítt liðum eins og FH og Haukum, við sjáum hvernig þetta fer í næsta leik.“ Heimir Örn Árnason: Algjör aftakaHeimir Örn Árnason„Þetta var bara algjör aftaka,“ sagði Heimir þungur á brún strax eftir leik. „Ég held að það sé erfitt að finna eitthvað gott til að taka úr þessum leik. Við komumst varla í vörn síðasta korterið í fyrri hálfleiknum. Við vorum með einhverja 18 tapaða bolta sem er allavega tíu of mikið.“ Var þetta bara einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp? „Já en það er sama. Menn verða að líta í eigin barm núna og læra af þessu, við viljum ekki mæta svona til leiks eins og aumingjar aftur. Þessi heimavöllur á bara að vera vígi. Ég veit ekki hvort að leiktíminn hafi farið svona agalega í menn en þeir eiga nú að vera reynslumeiri en það í þessum bolta. Næsti leikur er HK úti og ef menn ætla að spila svona þá fer það ekki vel. Mjög erfiður útivöllur þar sem þeir náðu jafntefli á móti FH. Þeir hafa þannig séð engu að tapa og mæta því alltaf dýrvitlausir.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti