Nýr Suzuki SX4 S-Cross frumsýndur um helgina Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 08:45 Suzuki SX4 S-Cross Suzuki SX4 S-Cross, nýr jepplingur, verður frumsýndur um helgina hjá Suzuki bílum að Skeifunni 17 í Reykjavík. Um er að ræða nýja kynslóð bíls sem byggður er á grunni hins vinsæla jepplings Suzuki SX4 en hefur stækkað umtalsvert. Hann býður því upp á meira innanrými en áður og er auk þess mjög ríkulega búinn. SX4 S-Cross fæst með sparneytnum bensín- og dísilvélum og boðið er upp á beinskiptar og sjálfskiptar útfærslur. Bíllinn kemur með nýrri gerð fjórhjóladrifs sem kallast All Grip. Þetta er tölvustýrður búnaður með fjórum mismunandi drifstillingum fyrir venjulegar aðstæður, snjó, sport og síðan driflæsingu sem losar bílinn úr festum. SX4 S-Cross fæst í nokkrum gerðum og meðal fáanlegs búnaðar er bakkmyndavél, stór, opnanleg víðsýnislúga og 17 tommu álfelgur. Staðalbúnaður í öllum fjórhjóladrifnum gerðum er leiðsögukerfi frá Garmin. SX4 S-Cross keppir í flokki jepplinga og verður hann boðinn á einkar samkeppnishæfu verði. Sýningin verður opin frá kl. 12-17 nk. laugardag og sunnudag. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Suzuki SX4 S-Cross, nýr jepplingur, verður frumsýndur um helgina hjá Suzuki bílum að Skeifunni 17 í Reykjavík. Um er að ræða nýja kynslóð bíls sem byggður er á grunni hins vinsæla jepplings Suzuki SX4 en hefur stækkað umtalsvert. Hann býður því upp á meira innanrými en áður og er auk þess mjög ríkulega búinn. SX4 S-Cross fæst með sparneytnum bensín- og dísilvélum og boðið er upp á beinskiptar og sjálfskiptar útfærslur. Bíllinn kemur með nýrri gerð fjórhjóladrifs sem kallast All Grip. Þetta er tölvustýrður búnaður með fjórum mismunandi drifstillingum fyrir venjulegar aðstæður, snjó, sport og síðan driflæsingu sem losar bílinn úr festum. SX4 S-Cross fæst í nokkrum gerðum og meðal fáanlegs búnaðar er bakkmyndavél, stór, opnanleg víðsýnislúga og 17 tommu álfelgur. Staðalbúnaður í öllum fjórhjóladrifnum gerðum er leiðsögukerfi frá Garmin. SX4 S-Cross keppir í flokki jepplinga og verður hann boðinn á einkar samkeppnishæfu verði. Sýningin verður opin frá kl. 12-17 nk. laugardag og sunnudag.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira