David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, setur stefnuna á sigur í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili.
Liðið hefur fariðs skelfilega illa af stað í ensku deildinni og hefur aðeins sjö stig í tólfta sætinu. United hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu og setur Skotinn stefnuna á þriðja titilinn.
United mætir Shakhtar Donetsk í Úkraínu í G-riðlinum í kvöld.
„Auðvitað ætlum við að reyna vinna Meistaradeildina,“ sagði Moyes.
„Það er bara partur af því að vera stjóri United, að reyna komast alla leið í öllum keppnum.“
„Rio [Ferdinand] er tæpur í nára, ekkert alvarlegt en hann mun ekki taka þátt í leiknum í kvöld.“
Anderson, Fabio og Wilfried Zaha ferðuðust heldur ekki með liðinu til Úkraínu en Robin van Persie mun vera klár í slaginn.
Moyes: Auðvitað setjum við stefnuna á sigur í Meistaradeildinni
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn

