Brasilíumaðurinn Ramires skoraði tvö mörk fyrir Chelsea í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark. Samuel Eto'o átti stóran þátt í tveimur fyrstu mörkum Chelsea en Oscar lagði upp seinna markið fyrir Ramires. Frank Lampard skoraði síðan fjórða markið í lokin.
Julian Draxler tryggði Schalke á sama 1-0 útisigur á Basel en þýska liðið er því með fullt hús og þriggja stiga forskot á Chelsea og Basel. Steaua er aftur á móti stigalaust á botni riðilsins.
Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Dortmund á Marseilla en Dortmund tapaði fyrir Napoli í fyrstu umferðinni.
Atlético Madrid lenti undir á útivelli á móti Porto en tryggði sér sigur með tveimur mörkum á síðasta hálftímanum. Arda Turan skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok.

E-riðill
Steaua Búkarest - Chelsea 0-4
0-1 Ramires (19.), 0-2 Sjálfsmark (44.), 0-3 Ramires (55.), 0-4 Frank Lampard (90.)
Basel - Schalke 04 0-1
0-1 Julian Draxler (54.)
F-riðill
Arsenal - Napoli 2-0
1-0 Mesut Özil (8.), 2-0 Olivier Giroud (15.)
Borussia Dortmund - Marseille 3-0
1-0 Robert Lewandowski (19.), 2-0 Marco Reus (52.), 3-0 Robert Lewandowski (79.)
G-riðill
Zenit St. Petersburg - Austria Vín 0-0
Porto - Atlético Madrid 1-2
1-0 Jackson Martínez (16.), 1-1 Diego Godín (58.), 1-2 Arda Turan (86.)
H-riðill
Celtic - Barcelona 0-1
0-1 Cesc Fàbregas (76.)
Ajax - Milan 1-1
1-0 Stefano Denswil (90.), 1-1 Mario Balotelli (90.+4)