Shaka Hislop, fyrrum markvörður Newcastle, West Ham United og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni myndi helst ekki vilja sjá Íslendinga komast áfram á HM í Brasilíu á næsta ári.
Hislop varði mark Trínidad og Tóbagó á HM í Þýskalandi árið 2006 en þjóðin er sú fámennasta sem tekið hefur þátt á lokamótinu. Alls búa ein milljón og þrjúhundruð þúsund manns í landinu og því töluvert fleiri en búa hér á landi.
Trínidadinn vinnur sem sérfræðingur um knattspyrnu á sjónvarpsstöðinni ESPN og var íslenska landsliðið til umræðu á dögunum.
„Ég vill alls ekki sjá neina þjóð bæta okkar met,“ sagði Hislop.
„Það býr aðeins fjórðungur þeirra sem búa í heimalandi mínu á Íslandi. Ég er samt sem áður ekki sammála að undankeppnin í Evrópu sé eins góð og allir vilja meina. Ísland myndi ekki vinna t.d. Mexíkó,“ sagði Hislop.
Hér má sjá innslagið í heild sinni.
Shaka Hislop vill ekki sjá Ísland á HM
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti







Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka
Enski boltinn
