Tónlist

Sigur Rós í beinni frá BBC

Freyr Bjarnason skrifar
Sigur Rós spilar í beinni útsendingu í dag.
Sigur Rós spilar í beinni útsendingu í dag. mynd/365
Sigur Rós spilar í beinni útsendingu í hinu fræga hljóðveri breska ríkisútvarpsins, Maida Vale Studios, klukkan 11 í dag.

Það er útvarpskonan Lauren Laverne hjá BBC sem kynnir hljómsveitina til leiks.

Útsendingin verður sýnt beint á netinu og geta aðdáendur hljómsveitarinnar úti um allan heim því fylgst með öllu því sem fram fer.

Sigur Rós verður á tónleikaferðalagi um Evrópu í nóvember og verða fyrstu tónleikarnir í Dublin á Írlandi 16. nóvember.

Hér fyrir neðan er útsending á Youtube frá tónleikunum. Einnig er hægt að sjá þá á heimasíðu BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×