Bakarameistarinn vildi alls ekki baka nein vandræði Kristján Hjálmarsson skrifar 16. október 2013 08:41 Kolbeinn Sigþórsson markaskorari er sonur Sigþórs Sigurðssonar kenndan við Bakarameistarann. „Við ráðum ekki ferðinni í auglýsingatímanum hjá RÚV. Við erum bara að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og höfum alltaf gert,“ segir Sigþór Sigurjónsson kenndur við Bakarameistarann. „Ég vona bara að við fáum ekki skömm í hattinn fyrir þetta.“Eins og fram hefur komið braust út mikil reiði eftir leik Íslands og Noregs í gær. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en klippt var á útsendinguna skömmu áður en ljóst var að Ísland hafði tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM til að koma auglýsingum að. Þeir sem heima sátu misstu því af þegar leikmenn Íslands fögnuðu sæti í umspili fyrir heimsmeistaramótið ásamt fjölmörgum Íslendingum sem lögðu leið sína á leikinn. Margir létu móðann mása meðal annars Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sagði á Facebooksíðu sinni: „Til hamingju Ísland! Glæsilegt. Og fokk RÚV fyrir að klúðra stærstu stund íslenskrar fótboltasögu, með auglýsingu frá Bakarameistaranum. Þeir tóku mómentið frá okkur!“ Svo fór að Páll Magnússon útvarpsstjóri baðst afsökunar á mistökunum. Fyrsta auglýsingin sem birtist eftir að klippt var á beinu útsendinguna var frá Bakarameistaranum. Svo ótrúlega vill til að Sigþór Sigurjónsson, eigandi Bakarameistarans, er faðir Kolbeins Sigþórssonar helsta markaskorara landsliðsins. Og Sigþóri var brugðið. „Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu - alls ekki. Ég beið sjálfur spenntur eftir því að sjá fagnaðarlætin,“ segir Sigþór sem ítrekar að Bakarameistarinn vilji bara styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu. „Það höfum við alltaf gert og vonum að það hafi sín jákvæðu áhrif.“ Eins og gefur að skilja er Sigþór engu að síður að rifna úr monti eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á HM. Kolbeinn sonur hans á enda stóran þátt í því, hefur skorað fjögur mörk í undankeppninni og skoraði mark íslenska liðsins í 1-1 jafnteflinu í gær. „Við erum öll að rifna úr monti. Ég held að öll þjóðin sé í léttu en góðu áfalli. Það er meiriháttar að vera komin í umspilið. Við getum unnið hvaða lið sem er þar, jafnvel Portúgal. Þeir eru ekkert heilagar kýr,“ segir Sigþór bakari sem er farinn að telja niður dagana enda aðeins mánuður í að umspilsleikirnir fara fram. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
„Við ráðum ekki ferðinni í auglýsingatímanum hjá RÚV. Við erum bara að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og höfum alltaf gert,“ segir Sigþór Sigurjónsson kenndur við Bakarameistarann. „Ég vona bara að við fáum ekki skömm í hattinn fyrir þetta.“Eins og fram hefur komið braust út mikil reiði eftir leik Íslands og Noregs í gær. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en klippt var á útsendinguna skömmu áður en ljóst var að Ísland hafði tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM til að koma auglýsingum að. Þeir sem heima sátu misstu því af þegar leikmenn Íslands fögnuðu sæti í umspili fyrir heimsmeistaramótið ásamt fjölmörgum Íslendingum sem lögðu leið sína á leikinn. Margir létu móðann mása meðal annars Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sagði á Facebooksíðu sinni: „Til hamingju Ísland! Glæsilegt. Og fokk RÚV fyrir að klúðra stærstu stund íslenskrar fótboltasögu, með auglýsingu frá Bakarameistaranum. Þeir tóku mómentið frá okkur!“ Svo fór að Páll Magnússon útvarpsstjóri baðst afsökunar á mistökunum. Fyrsta auglýsingin sem birtist eftir að klippt var á beinu útsendinguna var frá Bakarameistaranum. Svo ótrúlega vill til að Sigþór Sigurjónsson, eigandi Bakarameistarans, er faðir Kolbeins Sigþórssonar helsta markaskorara landsliðsins. Og Sigþóri var brugðið. „Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu - alls ekki. Ég beið sjálfur spenntur eftir því að sjá fagnaðarlætin,“ segir Sigþór sem ítrekar að Bakarameistarinn vilji bara styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu. „Það höfum við alltaf gert og vonum að það hafi sín jákvæðu áhrif.“ Eins og gefur að skilja er Sigþór engu að síður að rifna úr monti eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á HM. Kolbeinn sonur hans á enda stóran þátt í því, hefur skorað fjögur mörk í undankeppninni og skoraði mark íslenska liðsins í 1-1 jafnteflinu í gær. „Við erum öll að rifna úr monti. Ég held að öll þjóðin sé í léttu en góðu áfalli. Það er meiriháttar að vera komin í umspilið. Við getum unnið hvaða lið sem er þar, jafnvel Portúgal. Þeir eru ekkert heilagar kýr,“ segir Sigþór bakari sem er farinn að telja niður dagana enda aðeins mánuður í að umspilsleikirnir fara fram.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira