Lagerbäck er kominn upp fyrir Gauja Þórðar

Það bjuggust ekki margir við því að einhverjum íslenskum landsliðsþjálfara tækist að ná yfir fimmtíu prósent árangri með íslenska landsliðið í keppni en það hefur nú gerst.
Undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck hefur íslenska landsliðið náð í 59 prósent stiga í boði í undankeppni HM 2014 eða 16 af 27.
Lagerbäck verður áfram í efsta sætinu þó svo að leikurinn tapist í Osló á þriðjudaginn kemur.
Besti árangur íslenskra landsliðsþjálfara í keppni
(Hlutfall stiga í húsi í leikjum í undankeppni HM og EM)
Lars Lagerbäck 59,3 prósent
Guðjón Þórðarson 50,0 prósent
Guðni Kjartansson 44,4 prósent
Atli Eðbaldsson 41,0 prósent
Ásgeir Elíasson 34,1 prósent
Tengdar fréttir

Kolbeinn bætti met Eiðs Smára um tvö ár og fimm mánuði
Kolbeinn Sigþórsson varð í gær áttundi leikmaðurinn sem nær því að skora tólf mörk fyrir íslenska A-landsliðið en hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Kýpur í leik þjóðanna í undankeppni HM 2014.

Tíu ár síðan Ísland vann tvo leiki í röð í undankeppni
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann í gær sinn annan leik í röð í undankeppni HM 2014 þegar íslensku strákarnir unnu sannfærandi 2-0 sigur á Kýpur á Laugardalsvellinum.

766 mínútna bið Gylfa á enda
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Íslands í 2-0 sigri á Kýpur á Laugardalsvellinum í gær og innsiglaði með því sigur íslensku strákanna sem eru í öðru sæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir. Þetta var fyrsta landsliðsmark Gylfa á Laugardalsvellinum.

Ísland með tæknitröll í vörninni - Ragnar sýnir listir sínar
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, átti flottan leik í 2-0 sigri á Kýpur á föstudagskvöldið en íslenska landsliðið hélt þá marki sínu hreinu í fyrsta sinn í sjö leikjum í undankeppni HM 2014.

Ísland með sex mörk í seinni hálfleik í síðustu þremur leikjum
Íslenska karlalandsliðið vann í gær 2-0 sigur á Kýpur á Laugardalsvellinum í næstsíðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópuhluta undankeppni HM 2014. Bæði mörk íslenska landsliðið komu í seinni hálfleik.