Birkir Bjarnason og félagar í ítalska liðinu Sampdoria unnu mjög mikilvægan leik gegn Atalanta í dag.
Lokatölur 1-0 fyrir Sampdoria. Shkodran Mustafi skoraði eina mark leiksins.
Birkir Bjarnason lék allan leikinn á miðjunni hjá Sampdoria.
Sampdoria komið með níu stig í deildinni og fór upp úr sextánda sæti í það fjórtánda.
