Rabarbarasulta, tómatsúpa og pastaréttur 25. október 2013 13:30 Vala Matt fær uppskriftir hjá Íslendingum víðs vegar um landið. Hér má sjá uppskift að pastakjúklingarétti, rabarbarasultu og tómatsúpu úr sælkeraþætti Völu Matt sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum. Tómatsúpa 1 kg vel þroskaðir tómatar 1 lítri kalt vatn 1 þroskað mango eða (mango chutney eftir smekk) ögn cayenna pipar 1 matskeið grænmetiskraftur Allt sett í pott og soðið í sirka einn klukkutíma, síðan maukað með töfrasprota. Þannig er tómatsúpan gerð og einnig er hægt að nota hana fyrir grunn og setja í hana kjöt eða fisk eftir smekk Pastarétturinn með kjúklingi frá Friðheimum Kjúklingur ristaður á pönnu og grænmeti bætt við á pönnuna. Grænmeti eftir smekk, til dæmis rófur, gulrætur, sveppir , laukur, skorið eða saxað.Tómatsúpan er sett útí og látin sjóða niður þar til réttri þykkt er náð. Kryddað með salti og pipar og íslenskum kryddjurtum eftir smekk. Ferskt pasta er soðið í saltvatni. Pastað er síðan sett út á pönnuna. Allt sett á diska og borið fram með ferskum kryddjurtum og brauði og osti ef vill. Rabarbarasulta frá Simbahöllinni á Þingeyri Hér er sultan búin til úr einu kílói af rabarbara og 700 til 800 grömmum af sykri sem sett er út í niðursneiddan rabarbarann og soðið í 10 til 15 mínútur. Við þessi hlutföll af rabarbara og sykri verður sultan einstaklega fersk og suðan er styttri en við eigum að venjast Íslendingar. Þetta er einstaklega góð sulta. Kjúklingur Pastaréttir Sultur Súpur Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Hér má sjá uppskift að pastakjúklingarétti, rabarbarasultu og tómatsúpu úr sælkeraþætti Völu Matt sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum. Tómatsúpa 1 kg vel þroskaðir tómatar 1 lítri kalt vatn 1 þroskað mango eða (mango chutney eftir smekk) ögn cayenna pipar 1 matskeið grænmetiskraftur Allt sett í pott og soðið í sirka einn klukkutíma, síðan maukað með töfrasprota. Þannig er tómatsúpan gerð og einnig er hægt að nota hana fyrir grunn og setja í hana kjöt eða fisk eftir smekk Pastarétturinn með kjúklingi frá Friðheimum Kjúklingur ristaður á pönnu og grænmeti bætt við á pönnuna. Grænmeti eftir smekk, til dæmis rófur, gulrætur, sveppir , laukur, skorið eða saxað.Tómatsúpan er sett útí og látin sjóða niður þar til réttri þykkt er náð. Kryddað með salti og pipar og íslenskum kryddjurtum eftir smekk. Ferskt pasta er soðið í saltvatni. Pastað er síðan sett út á pönnuna. Allt sett á diska og borið fram með ferskum kryddjurtum og brauði og osti ef vill. Rabarbarasulta frá Simbahöllinni á Þingeyri Hér er sultan búin til úr einu kílói af rabarbara og 700 til 800 grömmum af sykri sem sett er út í niðursneiddan rabarbarann og soðið í 10 til 15 mínútur. Við þessi hlutföll af rabarbara og sykri verður sultan einstaklega fersk og suðan er styttri en við eigum að venjast Íslendingar. Þetta er einstaklega góð sulta.
Kjúklingur Pastaréttir Sultur Súpur Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira