Pistill: Úr klefanum hjá konunum í ÍR Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson skrifar 24. október 2013 14:30 Mynd/ÍR Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR hefur ekki verið til hjá félaginu síðan á vorið 2011. Félagið tók þá skynsamlegu ákvörðun í vor 2013 að fara aftur af stað með meistaraflokk kvenna. Liðið ætlar að spila í utandeildinni í 1 ár, en koma svo inn í efstu deild kvenna keppnistímabilið 2014-2015. Þannig að leikmenn hafa eitt ár til þess að undirbúa sig fyrir stóra sviðið. Ég tók þá ákvörðun að ýta þessu verkefni af stað í ár og geri ég það af miklu stolti, þó svo að margir hafi sagt við mig að þetta væri ekki „carrier move“ hjá mér sem þjálfari að fara í utandeild kvenna. Ég aftur á móti sé þarna tækifæri til þess að koma einhverjum bolta af stað sem þarf svo að rúlla næstu árin. Mér finnst það jafnréttismál innan félagsins að leikmenn hvort sem það eru stelpur eða strákar eiga að sjá möguleika á því að þroska sinn leikferil sem meistaraflokksleikmaður hjá sínu uppeldisfélagi. Mig langar að sjá það ef dóttir mín velur að stunda handbolta þá geti hún haft þær fyrirmyndir innan félagsins sem strákarnir í félaginu hafa núna. Ég sagði á uppskeruhátíð í vor að það væri ekki hægt að ÍR væri að ala upp leikmenn fyrir önnur félög. Unglingaráð, stjórn og foreldrar eru að leggja mikla vinnu og fjármuni í uppbyggingarstarf og því er það gjörsamlega óþolandi að horfa á eftir leikmönnum fara í önnur félög af því að ÍR hefur ekkert upp á að bjóða þegar yngriflokkum lýkur. Þetta þarf ÍR að stoppa. Við eigum efnilega kvennaflokka og ef við fáum að vera í friði í 3-4 ár fyrir „þessum stóru“ félögum í kringum okkur sem sækjast stöðugt í okkar leikmenn þá tel ég að við getum verið eitt af þessum stóru liðum eftir nokkur ár. En það þarf að vanda til verka á öllum sviðum. Nú í kvöld kl. 18.00 er fyrsti leikur hjá meistaraflokki kvenna á þessu keppnistímabili og fyrsta skrefið í þá átt að endurreisa meistaraflokkinn. Því þætti okkur sem stöndum að þessu vænt um að fá stuðning í verki og mæta á leikinn og svo í framhaldi á leikina. Sjáumst í Austurbergi í kvöld kl. 18.00 Finnbogi Grétar Íslenski handboltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR hefur ekki verið til hjá félaginu síðan á vorið 2011. Félagið tók þá skynsamlegu ákvörðun í vor 2013 að fara aftur af stað með meistaraflokk kvenna. Liðið ætlar að spila í utandeildinni í 1 ár, en koma svo inn í efstu deild kvenna keppnistímabilið 2014-2015. Þannig að leikmenn hafa eitt ár til þess að undirbúa sig fyrir stóra sviðið. Ég tók þá ákvörðun að ýta þessu verkefni af stað í ár og geri ég það af miklu stolti, þó svo að margir hafi sagt við mig að þetta væri ekki „carrier move“ hjá mér sem þjálfari að fara í utandeild kvenna. Ég aftur á móti sé þarna tækifæri til þess að koma einhverjum bolta af stað sem þarf svo að rúlla næstu árin. Mér finnst það jafnréttismál innan félagsins að leikmenn hvort sem það eru stelpur eða strákar eiga að sjá möguleika á því að þroska sinn leikferil sem meistaraflokksleikmaður hjá sínu uppeldisfélagi. Mig langar að sjá það ef dóttir mín velur að stunda handbolta þá geti hún haft þær fyrirmyndir innan félagsins sem strákarnir í félaginu hafa núna. Ég sagði á uppskeruhátíð í vor að það væri ekki hægt að ÍR væri að ala upp leikmenn fyrir önnur félög. Unglingaráð, stjórn og foreldrar eru að leggja mikla vinnu og fjármuni í uppbyggingarstarf og því er það gjörsamlega óþolandi að horfa á eftir leikmönnum fara í önnur félög af því að ÍR hefur ekkert upp á að bjóða þegar yngriflokkum lýkur. Þetta þarf ÍR að stoppa. Við eigum efnilega kvennaflokka og ef við fáum að vera í friði í 3-4 ár fyrir „þessum stóru“ félögum í kringum okkur sem sækjast stöðugt í okkar leikmenn þá tel ég að við getum verið eitt af þessum stóru liðum eftir nokkur ár. En það þarf að vanda til verka á öllum sviðum. Nú í kvöld kl. 18.00 er fyrsti leikur hjá meistaraflokki kvenna á þessu keppnistímabili og fyrsta skrefið í þá átt að endurreisa meistaraflokkinn. Því þætti okkur sem stöndum að þessu vænt um að fá stuðning í verki og mæta á leikinn og svo í framhaldi á leikina. Sjáumst í Austurbergi í kvöld kl. 18.00 Finnbogi Grétar
Íslenski handboltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira