Zlatan Ibrahimovic með fernu - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2013 18:30 Zlatan Ibrahimovic. Mynd/AP Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið. Bayern München og Paris Saint-Germain virðast hreinlega vera algjör yfirburðarlið í sínum riðlum. Bæjarar eru með 9 stig og markatöluna 11-1 eftir þrjá leiki í D-riðli og PSG er með 9 stig og markatöluna 12-1 eftir þrjá leiki í C-riðli. Zlatan Ibrahimovic varð þar með ellefti leikmaðurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni en hann hefur nú skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni. Franck Ribéry skoraði fyrsta mark Bayern úr vítaspyrnu og bætti síðan öðru við í seinni hálfleik eftir að David Alaba hafði skorað í millitíðinni. Bastian Schweinsteiger skoraði síðan fjórða markið eftir rúmlega klukkutíma leik og Mario Götze innsiglaði 5-0 sigur undir lokin. Bayer Leverkusen tók annað sætið í A-riðlinum af Shakhtar Donetsk eftir öruggan 4-0 sigur á Úkraínumönnunum í Þýskalandi í kvöld. Stefan Kiessling skoraði tvö mörk fyrir Leverkusen í leiknum. Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi. Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og er þar með kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni:A-riðillManchester United - Real Sociedad 1-0 1-0 Sjálfsmark (2.)Bayer 04 Leverkusen - Shakhtar Donetsk 4-0 1-0 Stefan Kiessling (22.), 2-0 Simon Rolfes (50.), 3-0 Sidney Sam (57.), 4-0 Stefan Kiessling (72.)B-riðillGalatasaray - FC København 3-1 1-0 Felipe Melo (9.), 2-0 Wesley Sneijder (38.), 3-0 Didier Drogba (45.+1), 3-1 Claudemir (88.)Real Madrid - Juventus 2-1 1-0 Cristiano Ronaldo (4.), 1-1 Fernando Llorente (22.), 2-1 Cristiano Ronaldo, víti (28.)C-riðillAnderlecht - Paris Saint-Germain 0-5 0-1 Zlatan Ibrahimovic (17.), 0-2 Zlatan Ibrahimovic (22.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (36.), 0-4 Édinson Cavani (52.), 0-5 Zlatan Ibrahimović (62.)Benfica - Olympiakos 1-1 0-1 Alejandro Domínguez (29.), 1-1 Óscar Cardozo (84.)D-riðillCSKA Moskva - Manchester City 1-2 1-0 Zoran Tosic (32.), 1-1 Sergio Agüero (34.), 1-2 Sergio Agüero (42.)Bayern München - Viktoria Plzen 5-0 1-0 Franck Ribéry, víti (25.), 2-0 David Alaba (37.), 3-0 Franck Ribéry (61.), 4-0 Bastian Schweinsteiger (64.), 5-0 Mario Götze (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið. Bayern München og Paris Saint-Germain virðast hreinlega vera algjör yfirburðarlið í sínum riðlum. Bæjarar eru með 9 stig og markatöluna 11-1 eftir þrjá leiki í D-riðli og PSG er með 9 stig og markatöluna 12-1 eftir þrjá leiki í C-riðli. Zlatan Ibrahimovic varð þar með ellefti leikmaðurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni en hann hefur nú skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni. Franck Ribéry skoraði fyrsta mark Bayern úr vítaspyrnu og bætti síðan öðru við í seinni hálfleik eftir að David Alaba hafði skorað í millitíðinni. Bastian Schweinsteiger skoraði síðan fjórða markið eftir rúmlega klukkutíma leik og Mario Götze innsiglaði 5-0 sigur undir lokin. Bayer Leverkusen tók annað sætið í A-riðlinum af Shakhtar Donetsk eftir öruggan 4-0 sigur á Úkraínumönnunum í Þýskalandi í kvöld. Stefan Kiessling skoraði tvö mörk fyrir Leverkusen í leiknum. Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi. Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og er þar með kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni:A-riðillManchester United - Real Sociedad 1-0 1-0 Sjálfsmark (2.)Bayer 04 Leverkusen - Shakhtar Donetsk 4-0 1-0 Stefan Kiessling (22.), 2-0 Simon Rolfes (50.), 3-0 Sidney Sam (57.), 4-0 Stefan Kiessling (72.)B-riðillGalatasaray - FC København 3-1 1-0 Felipe Melo (9.), 2-0 Wesley Sneijder (38.), 3-0 Didier Drogba (45.+1), 3-1 Claudemir (88.)Real Madrid - Juventus 2-1 1-0 Cristiano Ronaldo (4.), 1-1 Fernando Llorente (22.), 2-1 Cristiano Ronaldo, víti (28.)C-riðillAnderlecht - Paris Saint-Germain 0-5 0-1 Zlatan Ibrahimovic (17.), 0-2 Zlatan Ibrahimovic (22.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (36.), 0-4 Édinson Cavani (52.), 0-5 Zlatan Ibrahimović (62.)Benfica - Olympiakos 1-1 0-1 Alejandro Domínguez (29.), 1-1 Óscar Cardozo (84.)D-riðillCSKA Moskva - Manchester City 1-2 1-0 Zoran Tosic (32.), 1-1 Sergio Agüero (34.), 1-2 Sergio Agüero (42.)Bayern München - Viktoria Plzen 5-0 1-0 Franck Ribéry, víti (25.), 2-0 David Alaba (37.), 3-0 Franck Ribéry (61.), 4-0 Bastian Schweinsteiger (64.), 5-0 Mario Götze (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira