Nissan Qashqai frumsýndur í London í gær Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 17:23 Ný kynslóð Nissan Qashqai Heilmikið var um að vera hjá Nissan í London í gær. Þar voru samankomnir hundruðir blaðamanna vegna heimsfrumsýningar á nýjum Nissan Qashqai jepplingi. Á meðal þeirra var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is. Qashqai skiptir Nissan gríðarmiklu máli í Evrópu og reyndar um allan heim, þar sem hann er söluhæsta bílgerð Nissan. Qashqai kom fyrst á markað árið 2007 og hefur hvorki meira né minna en selst í 2 milljónum eintaka síðan og meirihluti þess hefur selst í Evrópu. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra jepplinga þegar kemur að seldum bílum. Því var þessi kynning mjög þýðingarmikil fyrir Nissan. Ekki urðu þeir sem koma á kynninguna fyrir vonbrigðum því nýr Qashqai er glæsilegur bíll og var hann þó ekki slæmur fyrir. Bíllinn er nú aðeins stærri en mestu munar um hve innrétting bílsins er orðin flott og ríkmannleg. Bíllinn er hreinlega troðinn af nýtískulegum búnaði og fer þar hressilega fram úr keppinautunum. Qashqai er teiknaður í Evrópu og með evrópska kaupendur í huga. Von er á fyrstu eintökum nýs Qashqai til BL í janúar á næsta ári. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent
Heilmikið var um að vera hjá Nissan í London í gær. Þar voru samankomnir hundruðir blaðamanna vegna heimsfrumsýningar á nýjum Nissan Qashqai jepplingi. Á meðal þeirra var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is. Qashqai skiptir Nissan gríðarmiklu máli í Evrópu og reyndar um allan heim, þar sem hann er söluhæsta bílgerð Nissan. Qashqai kom fyrst á markað árið 2007 og hefur hvorki meira né minna en selst í 2 milljónum eintaka síðan og meirihluti þess hefur selst í Evrópu. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra jepplinga þegar kemur að seldum bílum. Því var þessi kynning mjög þýðingarmikil fyrir Nissan. Ekki urðu þeir sem koma á kynninguna fyrir vonbrigðum því nýr Qashqai er glæsilegur bíll og var hann þó ekki slæmur fyrir. Bíllinn er nú aðeins stærri en mestu munar um hve innrétting bílsins er orðin flott og ríkmannleg. Bíllinn er hreinlega troðinn af nýtískulegum búnaði og fer þar hressilega fram úr keppinautunum. Qashqai er teiknaður í Evrópu og með evrópska kaupendur í huga. Von er á fyrstu eintökum nýs Qashqai til BL í janúar á næsta ári.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent