Miami Heat vann góðan sigur á Toronto Raptors, 104-95, í NBA-deildinni í nótt en leikurinn fór fram í Kanada.
LeBron James átti frábæran leik og skoraði 35 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hreint mögnuð frammistaða. DeMar De Rosan gerði 21 stig fyrir Toronto í leiknum.
Dallas Mavericks vann auðveldan sigur á L.A. Lakers 123-104 í Dallas í nótt og átti liðið aldrei í vandræðum með Lakers. Kobe Bryant er enn frá vegna meiðsla hjá Lakers og má liðið lítið við að vera án síns besta leikmanns.
Sjö leikmenn Dallas gerðu tíu stig eða meira í leiknum en Monta Ellis fór á köstum í nótt og skoraði 30 stig. Í liði gestanna var það Nick Young sem var atkvæðamestur með 21 stig.
Úrslit:
Toronto Raptors – Miami Heat 95-104
Brooklyn Nets - Utah Jazz 104-88
Detroit Pistons – Indiana Pacers 91-99
Denver Nuggets - San Antonio Spurs 94-102
Sacramento Kings – Atlanta Hawks 100-105
Portland Trail Blazers – Houston Rockets 101-116
New York Knicks - Charlotte Bobcats 97-102
New Orleans Hornets – Phoenixm Suns 98-104
Dallas Mavericks - LA Lakers 123-104
James fór hamförum í sigri Miami á Toronto
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið









Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti

Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn