Kvennalið KR hefur fengið liðsstyrk úr vesturátt. Ebone Henry, 22 ára gamall bandarískur leikmaður, mun leika með þeim röndóttu í vetur.
Henry hefur undanfarin fjögur ár spilað með Albany háskólanum í New York fylki. Þar setti hún stigamet og stal næst flestum boltum í sögu kvennaliðs skólans. Þá var hún í fjórða sæti yfir flest fráköst. Þrjú seinustu árin var hún valin í úrvalslið deildarinnar.
KR fær Valskonur í heimsókn annað kvöld og mætir svo Hamar í Hveragerði annan miðvikudag.
KR-ingar komnir með nýjan Kana
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
