Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og má þar helst nefna sigur LA Clippers á Houston Rockets, 137-118, í miklum stigaleik í Staples-Center í nótt.
J.J. Redick skoraði 26 stig fyrir Clippers í leiknum og setti hann 19 af þeim í fyrri hálfleiknum en þetta var fyrsta tap Rockets á leiktíðinni. Dwight Howard, leikmaður Houston Rockets, var mættur aftur í Staples-höllina í gær en hann lék með LA Lakers á síðustu leiktíð.
Chris Paul skoraði 23 points stig fyrir Clippters og gaf 17 stoðsendingar.
Jared Dudley var með 15 stig hjá Clippers.
Boston Celtics tapaði fyrir Mempis Grizzlies, 95-88, og var það fjóra tap Celtics á tímabilinu í fjórum leikjum.
Mike Conley skoraði 15 stig fyrir Grizzlies í leiknum og gaf átta stoðsendingar. Jeff Green var með 22 stig hjá Celtics.
Golden State Warriors vann fínan sigur á Philadelphia 76ers, 110-90, og Cleveland Cavaliers vann Minnesota Timberwolves,93-92, í mjög svo spennandi leik en Timberwolves gat tryggt sér sigurinn undir lokin en skotið geigaði.
Clippers fór létt með Houston Rockets
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

