OKC vann góðan sigur á Phoenix Suns, 106-96, Í NBA deildinni í nótt en Russell Westbrook, leikmaður OKC, sneri aftur til baka á körfuboltavöllinn eftir að hafa meiðst illa í úrslitakeppninni á síðasta tímabili.
Kevin Durant var sem fyrir magnaður í liðið Oklahoma og gerði 33 stig en Westbrook skoraði 21 stig og átti sjö stoðsendingar.
LA Lakes vann tæpan sigur á Atlanta Hawks, 105-103, eftir að liðið hafði náð mest 21 stig forskoti í leiknum. Leikmann Hawks neituðu að gefast upp og komust vel inn í leikinn undir lokin.
Xavier Henry gerði 18 stig hjá Lakers og Pau Gasol var með 16. Hjá liði Atlanta Hawks var það Kyle Korver sem leiddi vagninn og skoraði 22 stig.
Miami Heat bar sigur úr býtum gegn Washington Wizards, 103-93, en Lebron James var stigahæstur í liði meistaranna með 25 stig.
Úrslit næturinnar:
Orlando Magic - New Jersey Nets 107-86
Oklahoma City Thuders - Phoenix Suns 106-93
LA Lakers - Atlanta Hawks 105-103
Miami Heat - Washington Wizards 103-93
Detroit Pistons - Boston Celtics 87-77
New York Knicks - Minnesota Timberwolves 100-109
Westbrook aftur á völlinn í sigri OKC á Suns
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
