Aron æfði með FH í síðustu viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2013 19:10 Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í landsleikjunum á móti Austurríki um helgina þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Guðjón Guðmundsson hitti á Aron þar sem hann var að æfa heima á Íslandi í síðustu viku og tók saman innslag sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég var örugglega pirrandi krakki," segir Aron sem æfði með félögum sínum í FH í Krikanum og skartaði að sjálfsögðu FH-treyjunni. Aron sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné segir afa sinn bera ábyrgð á því hvar hann standi í dag. Aron Pálmarsson var kosinn Íþróttamaður ársins 2012 og er þrátt fyrir ungan aldur fyrir löngu kominn í leiðtogahlutverk hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Aron fór í aðgerð á hné í sumar og hefur hægt að bítandi verið að ná heilsu. Hann æfði þarna á sínum gamla heimavelli í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þarna var hann kominn í húsið þar sem hann þekkir hverja einustu fjöl og hjá félaginu sem hann á svo mikið að þakka. „Ég fékk óljós svör um hvað ég þyrfti að vera lengi frá. Maður vonar alltaf það besta og kannski var of mikil gredda í mér að koma of snemma til baka. Það skilaði bara því að ég þurfti að draga mig aftur til baka, æfa betur og styrkja þetta," sagði Aron Pálmarsson við Guðjón Guðmundsson. Aron hefur leikið með Kiel, besta liði heims, frá árinu 2009 og hann segir að frammistaða þýsku meistaranna í byrjun leiktíðar hafi komið á óvart en liðið missti marga sterka leikmenn fyrir þessa leiktíð. „Það segir sig sjálft að þegar svona fjórir stórir póstar fara þá býst maður við minni gæðum. Við erum búnir halda standard finnst mér og erum búnir að spila vel. Þetta hefur ekki verið nein heppni, það hafa tveir til þrír leikir dottið okkar megin en annars hefur verið stígandi í liðinu," sagði Aron. „Ég hef fengið þau skilaboð frá Alfreð og klúbbnum að nú eigi ég að stíga fram. Ég er gríðarlega ánægður með það og ætla að skila þeirri vinnu alveg hundrað prósent," sagði Aron sem verður því í stóru hlutverki þegar hann kemur til baka inn í lið Kiel. Aron segist vera bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Danmörku 12. janúar næstkomandi. Aron segir að íslenska liðið hafi í raun leikið ótrúlega vel á heimsmeistaramótinu á Spáni þar sem lykilmenn voru fjarverandi. „Ég hef engar áhyggjur af þessum mannskap hjá okkur. Við gerðum flotta hluti á HM án þess að hafa Arnór og Lexa og þá var Óli nýhættur og við vorum með tiltölulega nýtt lið. Við náðum kannski ekki neinum brjálæðum árangri en við spiluðum vel og erum ennþá að halda í við þessar toppþjóðir. Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni ef við erum alltaf að missa tvo til þrjá sterka pósta fyrir hvert mót. Ef allir haldast heilir þá eigum við alveg að gera gert einhverja hluti," sagði Aron. Það er hægt að sjá allt viðtal Gaupa við Aron með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í landsleikjunum á móti Austurríki um helgina þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Guðjón Guðmundsson hitti á Aron þar sem hann var að æfa heima á Íslandi í síðustu viku og tók saman innslag sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég var örugglega pirrandi krakki," segir Aron sem æfði með félögum sínum í FH í Krikanum og skartaði að sjálfsögðu FH-treyjunni. Aron sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné segir afa sinn bera ábyrgð á því hvar hann standi í dag. Aron Pálmarsson var kosinn Íþróttamaður ársins 2012 og er þrátt fyrir ungan aldur fyrir löngu kominn í leiðtogahlutverk hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Aron fór í aðgerð á hné í sumar og hefur hægt að bítandi verið að ná heilsu. Hann æfði þarna á sínum gamla heimavelli í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þarna var hann kominn í húsið þar sem hann þekkir hverja einustu fjöl og hjá félaginu sem hann á svo mikið að þakka. „Ég fékk óljós svör um hvað ég þyrfti að vera lengi frá. Maður vonar alltaf það besta og kannski var of mikil gredda í mér að koma of snemma til baka. Það skilaði bara því að ég þurfti að draga mig aftur til baka, æfa betur og styrkja þetta," sagði Aron Pálmarsson við Guðjón Guðmundsson. Aron hefur leikið með Kiel, besta liði heims, frá árinu 2009 og hann segir að frammistaða þýsku meistaranna í byrjun leiktíðar hafi komið á óvart en liðið missti marga sterka leikmenn fyrir þessa leiktíð. „Það segir sig sjálft að þegar svona fjórir stórir póstar fara þá býst maður við minni gæðum. Við erum búnir halda standard finnst mér og erum búnir að spila vel. Þetta hefur ekki verið nein heppni, það hafa tveir til þrír leikir dottið okkar megin en annars hefur verið stígandi í liðinu," sagði Aron. „Ég hef fengið þau skilaboð frá Alfreð og klúbbnum að nú eigi ég að stíga fram. Ég er gríðarlega ánægður með það og ætla að skila þeirri vinnu alveg hundrað prósent," sagði Aron sem verður því í stóru hlutverki þegar hann kemur til baka inn í lið Kiel. Aron segist vera bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Danmörku 12. janúar næstkomandi. Aron segir að íslenska liðið hafi í raun leikið ótrúlega vel á heimsmeistaramótinu á Spáni þar sem lykilmenn voru fjarverandi. „Ég hef engar áhyggjur af þessum mannskap hjá okkur. Við gerðum flotta hluti á HM án þess að hafa Arnór og Lexa og þá var Óli nýhættur og við vorum með tiltölulega nýtt lið. Við náðum kannski ekki neinum brjálæðum árangri en við spiluðum vel og erum ennþá að halda í við þessar toppþjóðir. Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni ef við erum alltaf að missa tvo til þrjá sterka pósta fyrir hvert mót. Ef allir haldast heilir þá eigum við alveg að gera gert einhverja hluti," sagði Aron. Það er hægt að sjá allt viðtal Gaupa við Aron með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira