Aukið samstarf Tesla og Daimler Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2013 09:15 Tesla og Daimler handsala samstarfið árið 2009. Árið 2009 bundust Tesla og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, samstarfi um þróun rafmagnsbíla og í leiðinni fjárfesti Daimler í 4,3% hlutabréfa Tesla. Ekki hafa sést gríðarmikil áhrif þessa samstarfs enn. Þó eru ýmsir íhlutir Í Tesla Model S fengnir frá Mercedes Benz og Smart ForTwo ED er með raflöður frá Tesla, en Smart fyrirtækið tilheyrir Daimler. Ennfremur er Mercedes Benz B-Class EV á leiðinni með Tesla rafhlöður. Daimler ætlar ekki að láta staðar numið þar og mun sækja mun meira í smiðju Tesla án þess að skilgreint hafi verið í hverju það nákvæmlega liggur. Elon Musk stofnandi Tesla fagnar þessu og telur að Tesla eigi Daimler greiða að gjalda frá því er fjármagn Daimler hjálpaði Tesla mjög á erfiðum tímum árið 2009. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent
Árið 2009 bundust Tesla og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, samstarfi um þróun rafmagnsbíla og í leiðinni fjárfesti Daimler í 4,3% hlutabréfa Tesla. Ekki hafa sést gríðarmikil áhrif þessa samstarfs enn. Þó eru ýmsir íhlutir Í Tesla Model S fengnir frá Mercedes Benz og Smart ForTwo ED er með raflöður frá Tesla, en Smart fyrirtækið tilheyrir Daimler. Ennfremur er Mercedes Benz B-Class EV á leiðinni með Tesla rafhlöður. Daimler ætlar ekki að láta staðar numið þar og mun sækja mun meira í smiðju Tesla án þess að skilgreint hafi verið í hverju það nákvæmlega liggur. Elon Musk stofnandi Tesla fagnar þessu og telur að Tesla eigi Daimler greiða að gjalda frá því er fjármagn Daimler hjálpaði Tesla mjög á erfiðum tímum árið 2009.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent