Körfubolti

Þrjár viðstöðulausar troðslur á 32 sekúndum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul og Blake Griffin.
Chris Paul og Blake Griffin. Mynd/NordicPhotos/Getty
Chris Paul og Blake Griffin voru í miklum ham í 126-115 sigri Los Angeles Clippers á Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það var einkum ótrúlegur 32 sekúndna kafli sem stóð upp úr í leiknum.

Chris Paul skoraði 42 stig, gaf 15 stoðsendingar og stal 6 boltum í leiknum og sýning Paul náði hápunkti sínum í þriðja leikhluta þegar hann henti boltanum upp þrisvar sinnum á 32 sekúndum og Blake Griffin tróð boltanum viðstöðulaust í körfuna í öll þrjú skiptin.

Chris Paul stal boltanum í tvígang á þessum leikkafla og alltaf var Blake Griffin mættur í hraðaupphlaupið til þess að troða með tilþrifum í körfuna. Blake Griffin var með 23 stig og 10 fráköst í leiknum.

Það er hægt að sjá þessa mögnuðu sýningu þeirra Chris Paul og Blake Griffin hér fyrir neðan. Kannski ekkert skrýtið að Mark Jackson, þjálfari Golden State Warriors, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þegar myndavélin fór á hann við lok sýningar.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×