Svanasöngur Mercedes Benz SLS AMG Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2013 12:45 Mercedes Benz SLS AMG Aðeins fjórum árum eftir að Mercedes Benz SLS AMG kom á markað með sínar vængjahurðir hefur Benz ákveðið að hætta framleiðslu hans. Mercedes Benz ætlar þó að enda framleiðslu bílsins með stæl og bjóða 350 númeraða bíla sem verða sérstaklega útbúnir. Mercedes Benz SLS AMG er í raun alger ofurbíll með sína 591 hestafla 6,2 lítra V8 vél og leit er að bíl með lengra húdd en hann. Ekki liggur alveg ljóst fyrir af hverju Mercedes Benz er að hætta framleiðslu þessa flaggskips fyrirtækisins, en leitt hefur verið líkum að því að hann kosti of mikið í framleiðslu, hann mengi of mikið og standist því ekki þær mengunarkröfur sem þýskum bílaframleiðendum eru settar, eða að Mercedes Benz hagnist bara ekkert á sölu hans. Hver svo sem skýringin er munu bílaáhugamenn sakna hans, en nú er bara að drífa sig fyrir þá sem efni hafa á að krækja sér í eitt af síðustu eintökum hans. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent
Aðeins fjórum árum eftir að Mercedes Benz SLS AMG kom á markað með sínar vængjahurðir hefur Benz ákveðið að hætta framleiðslu hans. Mercedes Benz ætlar þó að enda framleiðslu bílsins með stæl og bjóða 350 númeraða bíla sem verða sérstaklega útbúnir. Mercedes Benz SLS AMG er í raun alger ofurbíll með sína 591 hestafla 6,2 lítra V8 vél og leit er að bíl með lengra húdd en hann. Ekki liggur alveg ljóst fyrir af hverju Mercedes Benz er að hætta framleiðslu þessa flaggskips fyrirtækisins, en leitt hefur verið líkum að því að hann kosti of mikið í framleiðslu, hann mengi of mikið og standist því ekki þær mengunarkröfur sem þýskum bílaframleiðendum eru settar, eða að Mercedes Benz hagnist bara ekkert á sölu hans. Hver svo sem skýringin er munu bílaáhugamenn sakna hans, en nú er bara að drífa sig fyrir þá sem efni hafa á að krækja sér í eitt af síðustu eintökum hans.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent