Hyundai rekur þróunarstjórann vegna innkallana Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2013 13:15 Hyundai Genesis Innköllun á 150.000 Hyundai Genesis bílum hefur orðið til þess að fyrirtækið hefur rekið þróunarstjóra sinn og tvo undimenn hans. Innköllun bílanna var vegna leka í bremsuvökva sem skemmdi út frá sér. Það var meira en ráðendur í Hyundai þoldu og þróunarstjórinn Kwon Moon-sik fékk að fjúka. Hyundai segir að þessi brottvikning sé til marks um skuldbindingu fyrirtækisins til gæðastjórnunar og að slík mistök verði ekki liðin. Kwon Moon-sik var ekki langlífur hjá Hyundai en hann entist í eitt ár í þessu starfi. Það er greinilega heitt undir þessari stöðu. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent
Innköllun á 150.000 Hyundai Genesis bílum hefur orðið til þess að fyrirtækið hefur rekið þróunarstjóra sinn og tvo undimenn hans. Innköllun bílanna var vegna leka í bremsuvökva sem skemmdi út frá sér. Það var meira en ráðendur í Hyundai þoldu og þróunarstjórinn Kwon Moon-sik fékk að fjúka. Hyundai segir að þessi brottvikning sé til marks um skuldbindingu fyrirtækisins til gæðastjórnunar og að slík mistök verði ekki liðin. Kwon Moon-sik var ekki langlífur hjá Hyundai en hann entist í eitt ár í þessu starfi. Það er greinilega heitt undir þessari stöðu.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent