Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2013 14:30 Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. Hann greindist með ristilkrabbamein í ágúst síðastliðinn og var skorinn upp þann 25. ágúst. „Allir sem koma að útgerðinni og mínir félagar hjá LÍÚ vita af því að ég hef verið í veikindaleyfi núna í tvo mánuði en er nú kominn til vinnu og má vinna eins og ég tel mig geta. Það er ekkert leyndarmál og mér finnst bara gott að tala um það," sagði Adolf í viðtali við Stöð 2. Hann gengst næstu sex mánuði undir lyfjameðferð á Akureyri og ekur þangað reglulega í því skyni frá heimili sínu á Seyðisfirði. „Þetta gerðist mjög óvænt. Þetta hafði engan fyrirvara á sér. Ég var einkennalaus og var bara að fara í hefðbundna ristilskoðun. Það gerðist á miðvikudegi. Klukkutíma eftir skoðunina fékk ég þann úrskurð að ég væri með æxli sem væri slæmt og það þyrfti að fjarlægja. Það var bara gert á mánudeginum á eftir. Þannig að það var nú svolítið áfall að fá þetta þegar maður sat fram á sjúkrarúminu klukkutíma eftir skoðunina að ég væri með krabbamein." Adolf segir að hver og einn sem fái svona fréttir fái létt áfall. „Hann hugsar kannski lífsins gang svolítið upp á nýtt". Svo fari meðferðin misjafnlega í menn. „Ég hef verið lánsamur, allavega framundir þetta, að hún hefur ekkert farið mjög illa í mig. En tíminn verður að leiða í ljós hvað verður."Fréttinni fylgir 3ja mínútna sjónvarpsviðtal þar sem Adolf ræðir nánar um veikindi sín. Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. Hann greindist með ristilkrabbamein í ágúst síðastliðinn og var skorinn upp þann 25. ágúst. „Allir sem koma að útgerðinni og mínir félagar hjá LÍÚ vita af því að ég hef verið í veikindaleyfi núna í tvo mánuði en er nú kominn til vinnu og má vinna eins og ég tel mig geta. Það er ekkert leyndarmál og mér finnst bara gott að tala um það," sagði Adolf í viðtali við Stöð 2. Hann gengst næstu sex mánuði undir lyfjameðferð á Akureyri og ekur þangað reglulega í því skyni frá heimili sínu á Seyðisfirði. „Þetta gerðist mjög óvænt. Þetta hafði engan fyrirvara á sér. Ég var einkennalaus og var bara að fara í hefðbundna ristilskoðun. Það gerðist á miðvikudegi. Klukkutíma eftir skoðunina fékk ég þann úrskurð að ég væri með æxli sem væri slæmt og það þyrfti að fjarlægja. Það var bara gert á mánudeginum á eftir. Þannig að það var nú svolítið áfall að fá þetta þegar maður sat fram á sjúkrarúminu klukkutíma eftir skoðunina að ég væri með krabbamein." Adolf segir að hver og einn sem fái svona fréttir fái létt áfall. „Hann hugsar kannski lífsins gang svolítið upp á nýtt". Svo fari meðferðin misjafnlega í menn. „Ég hef verið lánsamur, allavega framundir þetta, að hún hefur ekkert farið mjög illa í mig. En tíminn verður að leiða í ljós hvað verður."Fréttinni fylgir 3ja mínútna sjónvarpsviðtal þar sem Adolf ræðir nánar um veikindi sín.
Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira