Kaupir einn þýsku bílaframleiðendanna Nürburgring? Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2013 13:15 Porsche 918 að setja hraðamet á Nürburgring. Fyrir ríflega einu ári varð rekstraraðili Nürburgring akstursbrautarinnar gjaldþrota með himinháar skuldir á bakinu. Þrátt fyrir það hefur brautin verið opin síðan, en þýska ríkið er stærsti kröfuhafi og núverandi eigandi brautarinnar. Margir hafa boðið í brautina síðan, en enginn þeirra hugnast eigandanum. Það gæti verið að breytast, en einhver af stóru bílaframleiðendunum í Þýskalandi hefur gert tilboð. Þar gæti verið um að ræða Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, BMW eða Volkswagen Group. Þessi fyrirtæki nota Nürburgring brautina mikið við prófanir á bílum sínum og því er þeim öllum í mun að brautinni verði ekki lokað. Ef að kaupum verður, væri það ekki í fyrsta skipti sem keppnisbrautir eru í eigu bílaframleiðenda. Honda á t.d. Suzuka og Motegi brautirnar, Toyota á Fuji brautina, Ferrari á Mugello brautina og Porsche á Nardo brautina, en þær tvær síðastnefndu eru á Ítalíu. Auk þýsku bílaframleiðendanna þriggja hafa heyrst raddir þess efnis að ADAC, samtök bíleigenda í Þýskalandi, hafi gert tilboð í Nürburgring brautina. Umfram allt er tilvist Nürburgring brautarinnar vonandi tryggð og hún væri örugglega í öruggum höndum hjá öllum þessum aðilum. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent
Fyrir ríflega einu ári varð rekstraraðili Nürburgring akstursbrautarinnar gjaldþrota með himinháar skuldir á bakinu. Þrátt fyrir það hefur brautin verið opin síðan, en þýska ríkið er stærsti kröfuhafi og núverandi eigandi brautarinnar. Margir hafa boðið í brautina síðan, en enginn þeirra hugnast eigandanum. Það gæti verið að breytast, en einhver af stóru bílaframleiðendunum í Þýskalandi hefur gert tilboð. Þar gæti verið um að ræða Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, BMW eða Volkswagen Group. Þessi fyrirtæki nota Nürburgring brautina mikið við prófanir á bílum sínum og því er þeim öllum í mun að brautinni verði ekki lokað. Ef að kaupum verður, væri það ekki í fyrsta skipti sem keppnisbrautir eru í eigu bílaframleiðenda. Honda á t.d. Suzuka og Motegi brautirnar, Toyota á Fuji brautina, Ferrari á Mugello brautina og Porsche á Nardo brautina, en þær tvær síðastnefndu eru á Ítalíu. Auk þýsku bílaframleiðendanna þriggja hafa heyrst raddir þess efnis að ADAC, samtök bíleigenda í Þýskalandi, hafi gert tilboð í Nürburgring brautina. Umfram allt er tilvist Nürburgring brautarinnar vonandi tryggð og hún væri örugglega í öruggum höndum hjá öllum þessum aðilum.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent