Bensínverð á niðurleið í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2013 10:32 Verðlækkun á bensínverði gagnast flestum nema olíufurstum. Verð á galloni af bensíni gæti farið undir 3 dollara í Bandaríkjunum áður en árið er á enda. Meðalverð á gallonið í dag er 3,25 dollarar. Myndi það samsvara 8% lækkun. Ef samskonar lækkun ætti sér stað hérlendis færi núverandi verð úr um 242 krónum í 222 krónur og myndu íslenskum heimilum muna um það. Þrír dollarar fyrir gallonið samsvarar hinsvegar 96 krónum á lítra. Lækkunin vestanhafs er að hluta til vegna þess að vinnslukostnaður á bensíni lækkar ávallt á þessum tíma árs, en bensín sem ætlað er til notkunar á vetrarmánuðum er ódýrara í vinnslu en það sem notað er á á hlýrri tíma þess. Ennfremur eru bensínbirgðir nægar nú og þrýstir það einnig niður verði. Búist er við því að verðlækkunin muni endast fram á vor á næsta ári, en vaninn er að verð rísi á þeim tíma ársins. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent
Verð á galloni af bensíni gæti farið undir 3 dollara í Bandaríkjunum áður en árið er á enda. Meðalverð á gallonið í dag er 3,25 dollarar. Myndi það samsvara 8% lækkun. Ef samskonar lækkun ætti sér stað hérlendis færi núverandi verð úr um 242 krónum í 222 krónur og myndu íslenskum heimilum muna um það. Þrír dollarar fyrir gallonið samsvarar hinsvegar 96 krónum á lítra. Lækkunin vestanhafs er að hluta til vegna þess að vinnslukostnaður á bensíni lækkar ávallt á þessum tíma árs, en bensín sem ætlað er til notkunar á vetrarmánuðum er ódýrara í vinnslu en það sem notað er á á hlýrri tíma þess. Ennfremur eru bensínbirgðir nægar nú og þrýstir það einnig niður verði. Búist er við því að verðlækkunin muni endast fram á vor á næsta ári, en vaninn er að verð rísi á þeim tíma ársins.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent