Bensínverð á niðurleið í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2013 10:32 Verðlækkun á bensínverði gagnast flestum nema olíufurstum. Verð á galloni af bensíni gæti farið undir 3 dollara í Bandaríkjunum áður en árið er á enda. Meðalverð á gallonið í dag er 3,25 dollarar. Myndi það samsvara 8% lækkun. Ef samskonar lækkun ætti sér stað hérlendis færi núverandi verð úr um 242 krónum í 222 krónur og myndu íslenskum heimilum muna um það. Þrír dollarar fyrir gallonið samsvarar hinsvegar 96 krónum á lítra. Lækkunin vestanhafs er að hluta til vegna þess að vinnslukostnaður á bensíni lækkar ávallt á þessum tíma árs, en bensín sem ætlað er til notkunar á vetrarmánuðum er ódýrara í vinnslu en það sem notað er á á hlýrri tíma þess. Ennfremur eru bensínbirgðir nægar nú og þrýstir það einnig niður verði. Búist er við því að verðlækkunin muni endast fram á vor á næsta ári, en vaninn er að verð rísi á þeim tíma ársins. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent
Verð á galloni af bensíni gæti farið undir 3 dollara í Bandaríkjunum áður en árið er á enda. Meðalverð á gallonið í dag er 3,25 dollarar. Myndi það samsvara 8% lækkun. Ef samskonar lækkun ætti sér stað hérlendis færi núverandi verð úr um 242 krónum í 222 krónur og myndu íslenskum heimilum muna um það. Þrír dollarar fyrir gallonið samsvarar hinsvegar 96 krónum á lítra. Lækkunin vestanhafs er að hluta til vegna þess að vinnslukostnaður á bensíni lækkar ávallt á þessum tíma árs, en bensín sem ætlað er til notkunar á vetrarmánuðum er ódýrara í vinnslu en það sem notað er á á hlýrri tíma þess. Ennfremur eru bensínbirgðir nægar nú og þrýstir það einnig niður verði. Búist er við því að verðlækkunin muni endast fram á vor á næsta ári, en vaninn er að verð rísi á þeim tíma ársins.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent