Það þarf að opna augu fólks - "Við erum sem betur fer ekki öll eins“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. nóvember 2013 23:03 "Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. „Mér finnst algjört bull að lögreglan hafi ekki ætlað að rannsaka eða gera neitt í þessu,“ segir Azra Crnas, 16 ára stúlka úr Keflavík um það að lögreglan hafi ekki ætlað að afhafast nokkuð í því þegar svínshausum og blóði var komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi. Azra er fædd og uppalin á Íslandi og segist hafa tileinkað sér íslenska siði. En hún er frá Bosníu þar sem Íslam eru ríkjandi trúarbrögð og er sjálf Íslams trúar. Azra hafði sjálf samband við fréttastofu sem ákvað að heyra hvað hún hefði að segja. „Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. Um það að nú hafi Óskar Bjarnason játað að hafa verið þarna að verki ásamt fleirum segir hún að það sé enn verra ef ekkert komi út úr störfum lögreglu, sem hafa þó eftir játningu Óskars boðað hann til yfirheyrslu. „Ég mun ekki geta skilið það ef hann verður ekki kærður og velti því fyrir mér hvort við múslimar getum þá kært hann. Ég vona bara að lögreglan haldi áfram með þetta mál,“ segir hún. Hún telur að fólk þurfi að vera upplýstara um trú og trúarbrögð. „Það þarf að opna augu fólks, til dæmis með meiri trúarbragðakennslu og þá er ég ekkert að meina að kenna fólki bara um múslima, heldur um öll trúarbrögð og hvernig heimurinn í kringum okkur er. Við erum sem betur fer ekki öll eins og við verðum læra að bera virðingu fyrir hvert öðru,“ segir Azra. „Það er langt í frá að alir múslimar tilheyri einhverjum öfgahópum og ég held að það sé nú bara svipað með þá og aðra sem trúa á eitthvað annað. Andres Breivik er til dæmis bara kristinn og var samt fær um að fremja mjög alvarlega glæpi, einmitt af ótta við múslima,“ segir hún. Reykjavík Trúmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Mér finnst algjört bull að lögreglan hafi ekki ætlað að rannsaka eða gera neitt í þessu,“ segir Azra Crnas, 16 ára stúlka úr Keflavík um það að lögreglan hafi ekki ætlað að afhafast nokkuð í því þegar svínshausum og blóði var komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi. Azra er fædd og uppalin á Íslandi og segist hafa tileinkað sér íslenska siði. En hún er frá Bosníu þar sem Íslam eru ríkjandi trúarbrögð og er sjálf Íslams trúar. Azra hafði sjálf samband við fréttastofu sem ákvað að heyra hvað hún hefði að segja. „Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. Um það að nú hafi Óskar Bjarnason játað að hafa verið þarna að verki ásamt fleirum segir hún að það sé enn verra ef ekkert komi út úr störfum lögreglu, sem hafa þó eftir játningu Óskars boðað hann til yfirheyrslu. „Ég mun ekki geta skilið það ef hann verður ekki kærður og velti því fyrir mér hvort við múslimar getum þá kært hann. Ég vona bara að lögreglan haldi áfram með þetta mál,“ segir hún. Hún telur að fólk þurfi að vera upplýstara um trú og trúarbrögð. „Það þarf að opna augu fólks, til dæmis með meiri trúarbragðakennslu og þá er ég ekkert að meina að kenna fólki bara um múslima, heldur um öll trúarbrögð og hvernig heimurinn í kringum okkur er. Við erum sem betur fer ekki öll eins og við verðum læra að bera virðingu fyrir hvert öðru,“ segir Azra. „Það er langt í frá að alir múslimar tilheyri einhverjum öfgahópum og ég held að það sé nú bara svipað með þá og aðra sem trúa á eitthvað annað. Andres Breivik er til dæmis bara kristinn og var samt fær um að fremja mjög alvarlega glæpi, einmitt af ótta við múslima,“ segir hún.
Reykjavík Trúmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira