Trúmál

Fréttamynd

Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar

Það er til marks um sérkennilega forgangsröðun stjórnvalda að á sama tíma og mikið er talað um að styrkja innviði samfélagsins, sé stöðugt þrengt að tekjulindum þeirra stofnana sem gegna mikilvægu menningar-, félags- og samfélagshlutverki.

Skoðun
Fréttamynd

Orðin hæsta kirkja í heimi

Kirkjan Sagrada Familia í Barcelona á Spáni varð í gær hæsta kirkja heims þegar byrjað var að koma fyrir neðri hluta kross á miðturni kirkjunnar. Framkvæmdir við kirkjuna Sagrada Familia hófust árið 1882 og standa enn yfir.

Erlent
Fréttamynd

Kirkju­þing skorar á stjórn­völd að hækka sóknargjald

Kirkjuþing 2025 - 2026 lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við þjóðkirkjusöfnuðum um allt land ef ekki kemur til veruleg hækkun á sóknargjöldum fyrir næsta ár. Í yfirlýsingu segir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir að sóknargjöld verði aftur skert og að það muni hafa veruleg áhrif á fjárhag sókna.

Innlent
Fréttamynd

Séra Flosi Magnús­son fallinn frá

Séra Flosi Magnússon, fyrrverandi prófastur og sveitarstjóri á Bíldudal, lést á sjúkrahúsi í Lundi í Svíþjóð þann 11. október síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­kirkjan engu svarar – hylur sig í fræði­legri þoku

Eftir að greinin mín „Er þetta virkilega svar þjóðkirkjunnar?“ birtist á Vísi hefur umræðan haldið áfram – ekki síst á samfélagsmiðlum. Þar svaraði presturinn og siðfræðingurinn Bjarni Karlsson í þremur löngum færslum á Facebook og vísaði í bók sína Bati frá tilgangsleysi og kenningar Bonhoeffers, McFague og Frans páfa.

Skoðun
Fréttamynd

Er gervi­greindar­prestur trú­laus eða trúaður?

Það vakti heimsathygli fyrr á þessu ári þegar kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum neyddist til að grípa til óvenjulegrar aðgerðar: að „reka“ prest. Sá seki var „Faðir Jósteinn“ (Father Justin), stafrænn aðstoðarmaður hannaður til að fræða almenning um kaþólska trú.

Skoðun
Fréttamynd

Kirkjur og kynfræðsla

Fólk þarf helgidóma.Mörg okkar tengja best við æðri mátt undir berum himni. Sum eiga sinn fjallasal með árniði og sögu liðins tíma eða ilmandi fjöru fyrir opnu hafi. Önnur eiga hálendið að trúnaðarvini. En svo þurfum við líka að eiga staði með öðru fólki. Örugga staði sem marka tímamót lífs og dauða, gleði og sorgar.

Skoðun
Fréttamynd

Fermingar­fræðslan um­deilda stappi nærri sturlun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur stigið inn í umræðuna um kynfræðslu í fermingarfræðslunni í Glerárkirkju. Segir hann að Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena séu svívirt í fræðslunni og gerð að persónum í klámsögu, en klámkennt kennsluefni af þessu tagi í fermingafræðslu sé slíkur yfirgangur að það stappi nærri sturlun.

Innlent
Fréttamynd

Lífsskoðunarfélagið Far­sæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar

Lífsskoðunarfélög fjalla um siðferði, grunn þekkingar, gildi og helstu tímamót í lífi einstaklinga og fjölskyldna, meðal annars gegnum athafnir. Hugmyndagrunni þeirra hefur einkum verið skipt í tvo meginflokka: trúuðum og veraldlegum (án trúar á æðri mátt). Sé horft til þróunar síðari flokksins hérlendis hafa ekki verið miklar hreyfingar í fjölda veraldlegra (trúlausra) lífsskoðunarfélaga á landinu frá stofnun Siðmenntar árið 1990.

Skoðun
Fréttamynd

Jesús who?

Ég var að hlusta á tvo heiðursmenn spjalla í hlaðvarpi þegar Jesús frá Nasaret bar á góma.

Skoðun
Fréttamynd

Prestur á Dal­vík sver af sér kjafta­sögur um ó­kristi­lega hegðun

Séra Erla Björk Jónsdóttir prestur á Dalvík sver af sér rætnar kjaftasögur sem gengið hafa um bæjarfélagið af meintri syndugri hegðun hennar, svo sem framhjáhaldi. Henni sárnar einnig að fólk spinni um hana ósannar sögur af meintum fíknivanda. Erla áréttar að hún og eiginmaður hennar séu ekki að skilja, heldur séu hún í leyfi vegna slæmra veikinda.

Innlent
Fréttamynd

Æðsti leið­togi mor­móna látinn

Russel M. Nelson, forseti og æðsti leiðtogi Kirkju Jesús Krists hinna síðari daga heilögu, betur þekktrar sem mormónakirkjan, lést í nótt 101 árs að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Innan við helmingur segist trúaður

Fjórir af hverjum tíu segjast nú lýsa sjálfum sér sem trúuðum en hlutfallið var yfir helmingur fyrir rúmum áratug. Trúrækni yngra fólks hefur þó lítið breyst á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Fundu Guð í App store

Tugir milljóna nýta sér nú svokölluð trúarleg spjallmenni í sínu daglega lífi en ógrynni af kristnum gervigreindarforritum hafa flætt inn á appverslanir síðustu mánuði. Sumir segja jafnvel að það hafi hjálpað að komast yfir áföll með því að spjalla við meintan Drottinn í gegnum gervigreindarforrit.

Erlent
Fréttamynd

Bylgja Dís er látin

Bylgja Dís Gunnarsdóttir, formaður Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi og sópransöngkona, lést þann 3. september langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Hún var 52 ára gömul.

Innlent
Fréttamynd

Fækkar sí­fellt í Þjóð­kirkjunni

Meðlimum þjóðkirkjunnar fækkar sífellt, en frá 1. desember síðastliðnum hefur skráðum meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 385. Haldi sú þróun áfram styttist í að minna en helmingur þjóðarinnar sé í Þjóðkirkjunni.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna þegir kristin, vest­ræn menning?

Þann 26.07. s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, Ísrael – brostnir draumar og lygar, og hafi hún þökk fyrir gagngera grein, ekki síst þar sem málið snertir hana persónulega. Það er ljóst og er vitað, að sagan endurtekur sig í sífellu, burtséð frá allri upplýsingu og menntun mannsins.

Skoðun
Fréttamynd

Á jaðrinum með Jesú

Jesús færði okkur hugmyndina um að hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Hvað merkir það fyrir okkur? Að allt sem að samfélag okkar kennir verður skellt á hvolf.

Skoðun
Fréttamynd

Jimmy Swaggart allur

Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála.

Erlent