Gæsahúð! Nýjasta myndband Christinu Aguilera er dramatískt og fallegt
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Myndbandið við lagið Say Something með A Great Big World og Christinu Aguilera er komið í loftið en þau fluttu lagið í sjónvarpsþættinum The Voice fyrr í mánuðinum. A Great Big World er bandarískur dúett en hann skipa Ian Axel og Chad Vaccarino.
Myndbandið er afar dramatískt og snertir við mörgum en í myndbandinu er fylgst með þremur sögum sem passa textanum afar vel.
Ballaðan er á sólóplötu Ian Axel, This Is the New Year, sem var gefin út í febrúar á þessu ári. Lagið var svo tekið upp aftur í september með Christinu Aguilera.