Hallgrímur Jónasson var í byrjunarliði SönderjyskE sem lagði Esbjerg 1-0 í fyrsta leik 16. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
Heimamenn komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 41. mínútu en leikmanni gestaliðsins var vikið af velli í aðdraganda spyrnunnar.
Heimamenn voru manni færri þar til í uppbótartíma þegar einn leikmanna SönderjyskE fauk útaf. Það kom ekki að sök og Hallgrímur og félagar unnu mikilvægan sigur.
Húsvíkingurinn og félagar hafa nú 14 stig í neðsta sæti deildarinnar. Fjögur stig eru í næsta lið.
