Mazda3 hlýtur nýsköpunarverðlaun Motor Press Guild Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2013 15:30 Mazda3 Nýr Mazda3, sem frumsýndur var hjá Brimborg í byrjun mánaðar, hlaut í gær nýsköpunarverðlaun Motor Press Guild, sem eru stærstu samtök bílablaðamanna í Bandaríkjunum. Dómnefndin var skipuð bæði bílablaðamönnum og sérfræðingum og voru afhent verðlaun í tveimur flokkum. Mazda3 hlaut verðlaun í undir 29.000 dollara flokknum og Chevrolet Corvette Stingray í flokknum yfir 29.000 dollara. Við val á bílunum var tekið mið af aksturseiginleikum, verði, hönnun og tækni. Þess má geta að Mazda3 er einnig í forvalinu fyrir Bíl ársins í Bandaríkjunum (North American Car of the Year) en úrslit verða tilkynnt í janúar. SKYACTIV spartæknin á stóran þátt í þessum verðlaunum en SKYACTIV er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og ekki síður til nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið sem veitir hönnuðum Mazda svigrúm til að minnka þyngd. Nýju SKYACTIV vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppuhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneytinu. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nýr Mazda3, sem frumsýndur var hjá Brimborg í byrjun mánaðar, hlaut í gær nýsköpunarverðlaun Motor Press Guild, sem eru stærstu samtök bílablaðamanna í Bandaríkjunum. Dómnefndin var skipuð bæði bílablaðamönnum og sérfræðingum og voru afhent verðlaun í tveimur flokkum. Mazda3 hlaut verðlaun í undir 29.000 dollara flokknum og Chevrolet Corvette Stingray í flokknum yfir 29.000 dollara. Við val á bílunum var tekið mið af aksturseiginleikum, verði, hönnun og tækni. Þess má geta að Mazda3 er einnig í forvalinu fyrir Bíl ársins í Bandaríkjunum (North American Car of the Year) en úrslit verða tilkynnt í janúar. SKYACTIV spartæknin á stóran þátt í þessum verðlaunum en SKYACTIV er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og ekki síður til nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið sem veitir hönnuðum Mazda svigrúm til að minnka þyngd. Nýju SKYACTIV vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppuhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneytinu.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira