Honda loks með forþjöppuvélar Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2013 14:15 Honda Civic Type-R fær 300 hestafla 2,0 lítra vél. Honda hefur verið þekkt fyrir að nota ekki forþjöppur (túrbínur) í vélar sínar fram að þessu, en á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir kynnti Honda 3 nýjar vélar sem allar eru með forþjöppu. Það eru þriggja strokka 1,0 lítra og fjögurra strokka 1,5 og 2,0 lítra vélar sem verða mjög öflugar, eins og títt er með vélar frá Honda. Mestu athyglina fékk 2,0 lítra forþjöppuvélin sem Honda segir að sé „10% meira spennandi“ en 3,5 lítra og 6 strokka vélin sem hún á að leysa af hólmi. Það þýðir að hún verður um eða yfir 300 hestöfl. Allar vélarnar verða með beinni eldsneytisinnspýtingu, sodium-kælda ventla, rafstýrt afgas á forþjöppunum og mikla súrefnisinntöku sem tryggir mikil afköst. Rauða línan sem táknar hámarkssnúning er mörkuð við 7.000 snúninga og því munu vélar Honda áfram geta snúist mjög hratt. Tveggja lítra forþjöppuvélin mun meðal annars sjást í Honda Civic Type-R og fá má hann með 6 gíra beinskiptingu og 8 þrepa sjálfskiptingu. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent
Honda hefur verið þekkt fyrir að nota ekki forþjöppur (túrbínur) í vélar sínar fram að þessu, en á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir kynnti Honda 3 nýjar vélar sem allar eru með forþjöppu. Það eru þriggja strokka 1,0 lítra og fjögurra strokka 1,5 og 2,0 lítra vélar sem verða mjög öflugar, eins og títt er með vélar frá Honda. Mestu athyglina fékk 2,0 lítra forþjöppuvélin sem Honda segir að sé „10% meira spennandi“ en 3,5 lítra og 6 strokka vélin sem hún á að leysa af hólmi. Það þýðir að hún verður um eða yfir 300 hestöfl. Allar vélarnar verða með beinni eldsneytisinnspýtingu, sodium-kælda ventla, rafstýrt afgas á forþjöppunum og mikla súrefnisinntöku sem tryggir mikil afköst. Rauða línan sem táknar hámarkssnúning er mörkuð við 7.000 snúninga og því munu vélar Honda áfram geta snúist mjög hratt. Tveggja lítra forþjöppuvélin mun meðal annars sjást í Honda Civic Type-R og fá má hann með 6 gíra beinskiptingu og 8 þrepa sjálfskiptingu.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent