NBA-stjarnan Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, hefur samið við Fox-sjónvarpsstöðina um þátt sem byggist á lífi hans. Þátturinn á að heita "Three the Hard Way".
Aðalstjarna þáttarins mun heita Daryl Wade. Hann er stjarna í NBA-deildinni, einstætt foreldri með tvo syni. Þannig er líf Wade. Þættirnir verða byggðir á bók Wade sem kom út á síðasta ári. Hún heitir "A father first".
"Hver á að leika mig? Ég er ekki búinn að ákveða það. Það verður klárlega einhver myndarlegur," sagði Wade léttur.
"Ég mun taka mikinn þátt í þessu verkefni. Þetta eiga að vera gamanþættir þannig að ég þarf að greina frá mörgu skemmtilegu sem ég hef lent í."
Wade vonast eftir því að þættirnir verði í anda The Cosby Show með Bill Cosby.

