Góð nóvembersala í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2013 13:03 Jeep Cherokee seldist vel í nóvember. Það er ástæða til fagnaðar hjá flestum þeim sem selja bíla í Bandaríkjunum eftir einkar góða sölu bíla í síðasta mánuði. Svo til allir stóru bílaframleiðendurnir juku sölu sína umtalsvert, þó svo sala Honda hafi minnkað um 0,06% og BMW um 0,37%. Af stóru framleiðendunum gekk Chrysler best með 16% aukningu og þar vóg sala Jeep mest, en hún jókst um 30% milli ára og átti frábær sala Jeep Cherokee þar mestan þátt. General Motors jók söluna um 14%, Nissan um 11%, Toyota um 10% og Ford um 7%. Margir af minni bílgerðunum náðu mikilli aukningu og toppaði Maserati þar listann með 173% meiri sölu, en það telur samt ekki ýkja marga bíla. Jaguar náði 103% aukningu, Mitsubishi 48%, Subaru 30%, Land Rover 25%, Mercedes Benz 14% og Audi 13%. Volvo á áfram erfitt á Bandaríkjamarkaði og minnkaði sala þeirra um 31%, Volkswagen um 16% og Fiat um 15%. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent
Það er ástæða til fagnaðar hjá flestum þeim sem selja bíla í Bandaríkjunum eftir einkar góða sölu bíla í síðasta mánuði. Svo til allir stóru bílaframleiðendurnir juku sölu sína umtalsvert, þó svo sala Honda hafi minnkað um 0,06% og BMW um 0,37%. Af stóru framleiðendunum gekk Chrysler best með 16% aukningu og þar vóg sala Jeep mest, en hún jókst um 30% milli ára og átti frábær sala Jeep Cherokee þar mestan þátt. General Motors jók söluna um 14%, Nissan um 11%, Toyota um 10% og Ford um 7%. Margir af minni bílgerðunum náðu mikilli aukningu og toppaði Maserati þar listann með 173% meiri sölu, en það telur samt ekki ýkja marga bíla. Jaguar náði 103% aukningu, Mitsubishi 48%, Subaru 30%, Land Rover 25%, Mercedes Benz 14% og Audi 13%. Volvo á áfram erfitt á Bandaríkjamarkaði og minnkaði sala þeirra um 31%, Volkswagen um 16% og Fiat um 15%.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent