Bryant hefur verið frá síðan í apríl þegar hann sleit hásin í lok deildarkeppninnar og missti því af allri úrslitakeppninni sem og byrjuninni á þessari leiktíð. Hann var byrjaður að æfa en það var óvissa um hvenær hann ákvað að láta reyna á hásinina í keppni.
Bryant notaði fésbókarsíðu sína til þess að tilkynna endurkomu sína en þar setti hann inn ofurdramatískt treyjumyndband sem má sjá hér fyrir ofan.
Í myndbandinu sést keppnistreyjan hans númer 24 ganga í gegnum öll veðra víti áður en sólin kemur upp og ekki síður dramatískari texti birtist á skjánum. "The legend continues .." eða goðsögnin heldur áfram
Los Angeles Lakers vann í nótt og hefur þar með unnið 10 af 19 leikjum án hans á tímabilinu.
Kobe Bryant er einn besti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og hefur þegar unnið fimm NBA-meistaratitla á litríkum ferli.