Sölu Chevrolet bíla hætt í Evrópu árið 2016 Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2013 13:23 Benedikt Eyjólfsson forstjóri í Chevrolet-sal Bílabúðar Benna. Mynd/Vilhelm Sú frétt barst rétt í þessu úr herbúðum General Motors að fyrirtækið ætlar að hætta sölu Chervolt bíla í Evrópu frá og með árinu 2016. Chevrolet er ekki eina bílamerki fyrirtæksins því Opel merkið er í eigu þess og ætlar GM að leggja þess meiri áherslu á Opel bíla í Evrópu. Hér á Íslandi selur Bílabúð Benna Chevrolet bíla og seljast Chevrolet bílar mjög vel hér á landi og í ár er Chevrolet með um 9% hlutdeild. Ekki kæmi það neitt á óvart að Bílabúð Benna myndi tryggja sér eitthvert annað bílamerki í stað Chevrolet, en fyrirtækinu hefur gengið vel í sölu, öndvert við víða annarsstaðar í álfunni. Kemur þá fyrst uppí hugann merki Opel, sem ekki hefur gengið sem best að selja hér á landi, enda var merkið dregið af markaði hérlendis til lengri tíma. Í fréttatilkynningu sem var að berast frá Bílabúð Benna segir: „Bílabúð Benna hefur undanfarna mánuði átt í viðræðum við bílaframleiðendur um að stækka vörulínu sína og er spennandi frétta að vænta af þeim viðræðum fyrir jól. Þessi óvænta ákvörðun General Motors mun því ekki hafa teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins,“ segir Benedikt Eyjólfsson forstjóri fyrirtækisins. Bílabúð Benna mun selja Chevrolet bíla næstu tvö árin og fullur stuðningur helst í varahlutum, þjónustu og ábyrgðum hjá Bílabúð Benna næstu 20 ár.Chevrolet Spark er söluhæsti smábíllinn á Íslandi í dag.mynd/AutoblogGM hefur tapað miklum upphæðum á sölu bíla í Evrópu á undanförnum árum og frá 1999 hefur það tapað 2.160 milljarði króna. Með þessari aðgerð hyggst GM skrúfa fyrir þetta mikla tap og snúa vörn í sókn. GM mun þó ekki draga allar bílgerðir sínar alfarið af markaði í Evrópu því Corvette sportbíllinn verður áfram seldur þar, sem og Cadillac bílar. Þá er eitt land undanskilið í þessari ákvörðun, þ.e. Rússland, en Chevrolet bílar hafa átt miklu vinsældum að fagna þar og er fimmta stærsta bílamerkið. Sala Chevrolet bíla hefur verið stöðug í Evrópu frá því GM setti Chevrolet aftur á markað þar árið 2005, eftir nokkurt hlé, eða um 200.000 bílar. Þar telur um 1,2% af heildarbílamarkaðnum í Evrópu. Frá ársbyrjun og til enda október seldi Chevrolet 152.260 bíla og ef síðustu tveir mánuðirnir eru framreiknaðir gæti heildarsalan numið 183.000 bílum. Salan hefur minnkað fyrstu 10 mánuði ársins í Evrópu sem nemur 17% frá árinu í fyrra. Opel og systurfyrirtæki þess í Bretlandi, Vauxhall, hafa selt 3% minna af bílum í Evrópu en í fyrra og halda 6,7% markaðarins. Það eru 1.900 söluumboð Chevrolet bíla í Evrópu og mun Chevrolet vinna með hverjum og einum þeirra og ákvarða með þeim framtíðina. Meira en helmingur þeirra selur einnig Opel bíla. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent
Sú frétt barst rétt í þessu úr herbúðum General Motors að fyrirtækið ætlar að hætta sölu Chervolt bíla í Evrópu frá og með árinu 2016. Chevrolet er ekki eina bílamerki fyrirtæksins því Opel merkið er í eigu þess og ætlar GM að leggja þess meiri áherslu á Opel bíla í Evrópu. Hér á Íslandi selur Bílabúð Benna Chevrolet bíla og seljast Chevrolet bílar mjög vel hér á landi og í ár er Chevrolet með um 9% hlutdeild. Ekki kæmi það neitt á óvart að Bílabúð Benna myndi tryggja sér eitthvert annað bílamerki í stað Chevrolet, en fyrirtækinu hefur gengið vel í sölu, öndvert við víða annarsstaðar í álfunni. Kemur þá fyrst uppí hugann merki Opel, sem ekki hefur gengið sem best að selja hér á landi, enda var merkið dregið af markaði hérlendis til lengri tíma. Í fréttatilkynningu sem var að berast frá Bílabúð Benna segir: „Bílabúð Benna hefur undanfarna mánuði átt í viðræðum við bílaframleiðendur um að stækka vörulínu sína og er spennandi frétta að vænta af þeim viðræðum fyrir jól. Þessi óvænta ákvörðun General Motors mun því ekki hafa teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins,“ segir Benedikt Eyjólfsson forstjóri fyrirtækisins. Bílabúð Benna mun selja Chevrolet bíla næstu tvö árin og fullur stuðningur helst í varahlutum, þjónustu og ábyrgðum hjá Bílabúð Benna næstu 20 ár.Chevrolet Spark er söluhæsti smábíllinn á Íslandi í dag.mynd/AutoblogGM hefur tapað miklum upphæðum á sölu bíla í Evrópu á undanförnum árum og frá 1999 hefur það tapað 2.160 milljarði króna. Með þessari aðgerð hyggst GM skrúfa fyrir þetta mikla tap og snúa vörn í sókn. GM mun þó ekki draga allar bílgerðir sínar alfarið af markaði í Evrópu því Corvette sportbíllinn verður áfram seldur þar, sem og Cadillac bílar. Þá er eitt land undanskilið í þessari ákvörðun, þ.e. Rússland, en Chevrolet bílar hafa átt miklu vinsældum að fagna þar og er fimmta stærsta bílamerkið. Sala Chevrolet bíla hefur verið stöðug í Evrópu frá því GM setti Chevrolet aftur á markað þar árið 2005, eftir nokkurt hlé, eða um 200.000 bílar. Þar telur um 1,2% af heildarbílamarkaðnum í Evrópu. Frá ársbyrjun og til enda október seldi Chevrolet 152.260 bíla og ef síðustu tveir mánuðirnir eru framreiknaðir gæti heildarsalan numið 183.000 bílum. Salan hefur minnkað fyrstu 10 mánuði ársins í Evrópu sem nemur 17% frá árinu í fyrra. Opel og systurfyrirtæki þess í Bretlandi, Vauxhall, hafa selt 3% minna af bílum í Evrópu en í fyrra og halda 6,7% markaðarins. Það eru 1.900 söluumboð Chevrolet bíla í Evrópu og mun Chevrolet vinna með hverjum og einum þeirra og ákvarða með þeim framtíðina. Meira en helmingur þeirra selur einnig Opel bíla.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent