Toyota setur BMW vél í Verso Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2013 15:15 Toyota Verso Það eru ekki bara BMW bílar sem aka um með BMW vélar því Rolls Royce og Mini bílar, sem og sumar gerðir Peugeot og Citroën bíla hafa verið með BMW vélar undir húddinu á undanförnum árum. BMW vélar má einnig finna í Wiesman og McLaren sportbílum, eða alls 6 bílgerðum. Nú bætist einn bílaframleiðanbdinn í hópinn og það ekki af minni gerðinni, eða stærsti bílaframleiðandi í heimi, Toyota. Toyota setur þessar vélar frá BMW í Versa bíla sína. Versa er einskonar fjölnotabíll sem byggður er á Corolla bílnum og framleiðir Toyota þann bíl í Tyrklandi og selur um alla Evrópu. Versa bíllinn er fyrsti bíll Toyota sem fær BMW vélar. Vélin sem fer í Versa er 1,6 lítra dísilvél, fjögurra strokka. Hún er 111 hestöfl og við hana tengist skipting frá Toyota. Samstarf Toyota BMW er mun víðtækara en þetta en fyrirtækin tvö eru að hanna saman vetnisbíl, einnig nýjan undirvagn fyrir sportbíl, þróa saman léttbyggða yfirbyggingar bíla og nýjar gerðir lithium-ion rafhlaða. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Það eru ekki bara BMW bílar sem aka um með BMW vélar því Rolls Royce og Mini bílar, sem og sumar gerðir Peugeot og Citroën bíla hafa verið með BMW vélar undir húddinu á undanförnum árum. BMW vélar má einnig finna í Wiesman og McLaren sportbílum, eða alls 6 bílgerðum. Nú bætist einn bílaframleiðanbdinn í hópinn og það ekki af minni gerðinni, eða stærsti bílaframleiðandi í heimi, Toyota. Toyota setur þessar vélar frá BMW í Versa bíla sína. Versa er einskonar fjölnotabíll sem byggður er á Corolla bílnum og framleiðir Toyota þann bíl í Tyrklandi og selur um alla Evrópu. Versa bíllinn er fyrsti bíll Toyota sem fær BMW vélar. Vélin sem fer í Versa er 1,6 lítra dísilvél, fjögurra strokka. Hún er 111 hestöfl og við hana tengist skipting frá Toyota. Samstarf Toyota BMW er mun víðtækara en þetta en fyrirtækin tvö eru að hanna saman vetnisbíl, einnig nýjan undirvagn fyrir sportbíl, þróa saman léttbyggða yfirbyggingar bíla og nýjar gerðir lithium-ion rafhlaða.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent