Körfubolti

NBA í nótt: Tíu leikja sigurgöngu Miami lokið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Drumond í leiknum gegn Miami í nótt.
Andre Drumond í leiknum gegn Miami í nótt. Mynd/AP
Meistararnir í Miami Heat töpuðu óvænt fyrir Detroit Pistons á heimavelli sínum í NBA-deildinni í körfubolta en alls fóru átta leikir fram í nótt.

Alls komust sjö leikmenn Detroit í tveggja stafa tölu í stigaskorun en Andre Drummond, sem átti stórleik gegn Philadelphia á sunnudagskvöld, tók átján fráköst í leiknum auk þess að skora tíu stig.

Detroit náði mest átján stiga forystu í leiknum áður en Miami náði að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhluta. Detroit lét þó forystuna aldrei af hendi.

LeBron James og Michael Beasley skoruðu 23 stig hvor fyrir Miami sem var án Dwayne Wade. Hann hvíldi í leiknum til að hlífa hnénu sínu en þetta er fjórði leikurinn sem Wade missir af í vetur.





Philadelphia vann Orlando, 126-125, í tvíframlengdum leik þar sem nýliðinn Michael Carter-Williams var með þrefalda tvennu í fyrsta sinn á ferlinum - 27 stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar.

Philadelphia hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir sigurinn í nótt en samantekt af frammistöðu Carter-Williams má sjá hér fyrir ofan.

Arron Affalo skoraði 43 stig fyrir Orlando og Glen Davis 33 stig. Báðir bættu þar með persónulegt met sitt í stigaskorun.

Þá náði annar nýliði, Victor Oladipo, einnig tvöfaldri tvennu í leiknum, 26 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar, en hann leikur með Orlando.





Denver vann Brooklyn, 111-87, og þar með sinn sjöunda sigur í röð. Sem fyrr voru varamenn Denver öflugir í leiknum en alls skoruðu þeir 57 stig í leiknum. Timofey Mozgov var með sautján stig og 20 fráköst alls.

Oklahoma City
vann San Antonio, 97-95. Þetta var áttundi sigur Oklahoma City í röð en Kevin Durant var með 27 stig og ellefu fráköst.

Úrslit næturinnar:

Philadelphia - Orlando 126-125 (tvíframlengt)

Boston - Milwaukee 108-100

Brooklyn - Denver 87-111

Miami - Detroit 97-107

Memphis - Phoenix 110-91

Dallas - Charlotte 89-82

San Antonio - Oklahoma City 95-97

Golden State - Toronto 112-103

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×