Mercedes Benz hefur sölu bíla á netinu Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2013 13:15 Mercedes Benz CLS er einn þeirra bíla sem í boði verða á netinu. Mercedes Benz mun í fyrsta skipti hefja sölu bíla sinna gegnum netið og fylgja með því fordæmi BMW. Kaupendur geta valið á milli 70 gerða af Mercedes Benz bílum. Bæði verði í boði að kaupa og leigja bílana. Bílaframleiðendur eru nú í meira mæli farnir að horfa til sölu bíla sinna á netinu. BMW tók sitt fyrsta skref þar með sölu á eingöngu einni gerð bíla sinna, rafmagnsbílnum smáa, BMW i3. Segja má að þrýstingurinn á bílaframleiðendurna hafi komið frá bílaumboðum sem margir hverjir hafa hafið sölu á bílum á netinu, svo sem mobile.de. en sá vefur selur bæði nýja og notaða bíla. Mercedes Benz ætlar sérstaklega að höfða til fólks sem ekki hefur keypt Mercedes benz bíla áður, ekki síst ungs fólks sem vant er að versla vörur á netinu. Verð Mercedes Benz bílanna sem seldir verða á netinu verður jafnt við verð það sem boðið er hjá öðrum söluumboðum Benz, en verðlaun kaupenda verða fólgin í hlutum eins og boði í akstri á akstursbrautum. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Mercedes Benz mun í fyrsta skipti hefja sölu bíla sinna gegnum netið og fylgja með því fordæmi BMW. Kaupendur geta valið á milli 70 gerða af Mercedes Benz bílum. Bæði verði í boði að kaupa og leigja bílana. Bílaframleiðendur eru nú í meira mæli farnir að horfa til sölu bíla sinna á netinu. BMW tók sitt fyrsta skref þar með sölu á eingöngu einni gerð bíla sinna, rafmagnsbílnum smáa, BMW i3. Segja má að þrýstingurinn á bílaframleiðendurna hafi komið frá bílaumboðum sem margir hverjir hafa hafið sölu á bílum á netinu, svo sem mobile.de. en sá vefur selur bæði nýja og notaða bíla. Mercedes Benz ætlar sérstaklega að höfða til fólks sem ekki hefur keypt Mercedes benz bíla áður, ekki síst ungs fólks sem vant er að versla vörur á netinu. Verð Mercedes Benz bílanna sem seldir verða á netinu verður jafnt við verð það sem boðið er hjá öðrum söluumboðum Benz, en verðlaun kaupenda verða fólgin í hlutum eins og boði í akstri á akstursbrautum.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira