Mercedes Benz hefur sölu bíla á netinu Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2013 13:15 Mercedes Benz CLS er einn þeirra bíla sem í boði verða á netinu. Mercedes Benz mun í fyrsta skipti hefja sölu bíla sinna gegnum netið og fylgja með því fordæmi BMW. Kaupendur geta valið á milli 70 gerða af Mercedes Benz bílum. Bæði verði í boði að kaupa og leigja bílana. Bílaframleiðendur eru nú í meira mæli farnir að horfa til sölu bíla sinna á netinu. BMW tók sitt fyrsta skref þar með sölu á eingöngu einni gerð bíla sinna, rafmagnsbílnum smáa, BMW i3. Segja má að þrýstingurinn á bílaframleiðendurna hafi komið frá bílaumboðum sem margir hverjir hafa hafið sölu á bílum á netinu, svo sem mobile.de. en sá vefur selur bæði nýja og notaða bíla. Mercedes Benz ætlar sérstaklega að höfða til fólks sem ekki hefur keypt Mercedes benz bíla áður, ekki síst ungs fólks sem vant er að versla vörur á netinu. Verð Mercedes Benz bílanna sem seldir verða á netinu verður jafnt við verð það sem boðið er hjá öðrum söluumboðum Benz, en verðlaun kaupenda verða fólgin í hlutum eins og boði í akstri á akstursbrautum. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent
Mercedes Benz mun í fyrsta skipti hefja sölu bíla sinna gegnum netið og fylgja með því fordæmi BMW. Kaupendur geta valið á milli 70 gerða af Mercedes Benz bílum. Bæði verði í boði að kaupa og leigja bílana. Bílaframleiðendur eru nú í meira mæli farnir að horfa til sölu bíla sinna á netinu. BMW tók sitt fyrsta skref þar með sölu á eingöngu einni gerð bíla sinna, rafmagnsbílnum smáa, BMW i3. Segja má að þrýstingurinn á bílaframleiðendurna hafi komið frá bílaumboðum sem margir hverjir hafa hafið sölu á bílum á netinu, svo sem mobile.de. en sá vefur selur bæði nýja og notaða bíla. Mercedes Benz ætlar sérstaklega að höfða til fólks sem ekki hefur keypt Mercedes benz bíla áður, ekki síst ungs fólks sem vant er að versla vörur á netinu. Verð Mercedes Benz bílanna sem seldir verða á netinu verður jafnt við verð það sem boðið er hjá öðrum söluumboðum Benz, en verðlaun kaupenda verða fólgin í hlutum eins og boði í akstri á akstursbrautum.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent