11 nýir Audi fyrir 2020 Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2013 12:45 Audi Nanuk Quattro var kynntur í Frankfürt í ár. Audi hefur nú þegar selt 1,5 milljón bíla í ár en ætlar að selja 2 milljónir bíla árið 2020. Til þess að svo megi verða ætlar Audi að auka nokkuð bílaúrval sitt. Í dag framleiðir Audi 49 gerðir bíla en kaupendur eiga að geta valið milli 60 bílgerða árið 2020. Bílablaðið Automobile hefur gert heiðarlega tilraun til að finna út hverskonar bílar það verða. Þeir gera ráð fyrir að jepplingar og jeppar verði fyrirferðamiklir og spá komu Audi Q2, Q6 og Q8 bíla. Audi Q2 gæti reyndar borið nafnið Q1, en sá bíll á að verða byggður á sama undirvagni og nýr Volkswagen Polo. Q6 verður byggður á sama undirvagni og Q5 en verða með coupe-lagi og Q8 á að verða svipaður á stærð og Q7 jeppinn, en straumlínulagaðri og sportlegri. Þá spá þeir að vænta megi Audi V4 bíls sem væri fjölnotabíll byggður á MQB undirvagni Volkswagen fjölskyldunnar. Einnig megi vænta örsmás bíls á stærð við Volkswagen up! og hann gæti fengið nafnið A0. Audi gæti einnig framleitt eigin útgáfu af Volkswagen XL-1 ofursparneytna bílnum sem fengi nafnið Audi XS. Þá býst Automobile við að Audi Sport Quattro bíllinn verði að veruleika og verði annaðhvort útbúinn tvinntækni eða aðeins venjulegri en mjög svo öflugri brunavél til að halda þyngd hans í lágmarki. Þessi bíll var kynntur á bílasýningunni í Frankfürt og með honum ætlar Audi að taka upp þráðinn með hinum þekkta Audi Quattro frá árinu 1980. Annar bíll sem kynntur var í Frankfürt, Nanuk Quattro, sem er blanda af jeppa og ofursportbíl, gæti einnig farið í framleiðslu en Audi hefur greint frá afar jákvæðum móttökum á honum á mörkuðum í miðausturlöndum, Rússlandi og Kína. Þar eru kaupendur tilbúnir að borga mikið fyrir afar öflugan og hæfan bíl fyrir flestar aðstæður. Einnig má búast við fleiri kraftaútfærslum á framleiðslubílum sem nú þegar eru til, eins og Audi RS3, sem líklega verður kynntur á næsta ári. Búast má líka við S eða RS útgáfum af Q6 og Q8 bílunum. Svona gæti því listinn litið út af fjölgun um 11 bílgerðir, en þetta eru engu að síður bara getgátur blaðamanna Automobile. Audi Sport Quattro var einnig sýndur í Frankfürt. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent
Audi hefur nú þegar selt 1,5 milljón bíla í ár en ætlar að selja 2 milljónir bíla árið 2020. Til þess að svo megi verða ætlar Audi að auka nokkuð bílaúrval sitt. Í dag framleiðir Audi 49 gerðir bíla en kaupendur eiga að geta valið milli 60 bílgerða árið 2020. Bílablaðið Automobile hefur gert heiðarlega tilraun til að finna út hverskonar bílar það verða. Þeir gera ráð fyrir að jepplingar og jeppar verði fyrirferðamiklir og spá komu Audi Q2, Q6 og Q8 bíla. Audi Q2 gæti reyndar borið nafnið Q1, en sá bíll á að verða byggður á sama undirvagni og nýr Volkswagen Polo. Q6 verður byggður á sama undirvagni og Q5 en verða með coupe-lagi og Q8 á að verða svipaður á stærð og Q7 jeppinn, en straumlínulagaðri og sportlegri. Þá spá þeir að vænta megi Audi V4 bíls sem væri fjölnotabíll byggður á MQB undirvagni Volkswagen fjölskyldunnar. Einnig megi vænta örsmás bíls á stærð við Volkswagen up! og hann gæti fengið nafnið A0. Audi gæti einnig framleitt eigin útgáfu af Volkswagen XL-1 ofursparneytna bílnum sem fengi nafnið Audi XS. Þá býst Automobile við að Audi Sport Quattro bíllinn verði að veruleika og verði annaðhvort útbúinn tvinntækni eða aðeins venjulegri en mjög svo öflugri brunavél til að halda þyngd hans í lágmarki. Þessi bíll var kynntur á bílasýningunni í Frankfürt og með honum ætlar Audi að taka upp þráðinn með hinum þekkta Audi Quattro frá árinu 1980. Annar bíll sem kynntur var í Frankfürt, Nanuk Quattro, sem er blanda af jeppa og ofursportbíl, gæti einnig farið í framleiðslu en Audi hefur greint frá afar jákvæðum móttökum á honum á mörkuðum í miðausturlöndum, Rússlandi og Kína. Þar eru kaupendur tilbúnir að borga mikið fyrir afar öflugan og hæfan bíl fyrir flestar aðstæður. Einnig má búast við fleiri kraftaútfærslum á framleiðslubílum sem nú þegar eru til, eins og Audi RS3, sem líklega verður kynntur á næsta ári. Búast má líka við S eða RS útgáfum af Q6 og Q8 bílunum. Svona gæti því listinn litið út af fjölgun um 11 bílgerðir, en þetta eru engu að síður bara getgátur blaðamanna Automobile. Audi Sport Quattro var einnig sýndur í Frankfürt.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent