Meistarar Miami unnu 117-94 sigur og hafa unnið fjóra af síðustu fimm. Illa gengur hjá strákunum úr mormónaborginni sem hafa tapað sex af síðustu átta leikjum.
Joe Johnson var í banastuði og setti 37 stig í 130-94 sigri Brooklyn Nets á Philadelphia 76ers. Johnson setti niður tíu þriggja stiga skot sem er persónulegt met.
Johnson fór hamförum í þriðja leikhluta þegar hann setti 29 stig þar af átta þriggja stiga körfur. Jafnaði hann met deildarninar í þriggja stiga körfum í einum leikhluta. Sýninguna hjá Johnson má sjá hér að neðan.
Leikur Los Angeles Lakers hrundi í þriðja leikhluta í 114-100 tapi gegn Atlanta Hawks. Haukarnir unnu leikhlutann 35-19 og lögðu grunninn að sigrinum.
Um fimmta leik Kobe Bryant eftir meiðslin var að ræða. Kappinn hitti illa og tapaði boltanum fimm sinnum. Stigin urðu átta og stoðsendingarnar sex.
Úrslit næturinnar
Indiana Pacers 96-101 Detroit Pistons
Atlanta Hawks 114-100 Los Angeles Lakers
Boston Celtics 101-97 Minnesota Timberwolves
Brooklyn Nets 130-94 Philadelphia 76ers
Miami Heat 117-94 Utah Jazz
New York Knicks 101-102 Washington Wizards
Chicago Bulls 82-83 Orlando Magic
Los Angeles Clippers 115-92 San Antonio Spurs